Raupað um eitt og annað.

Komin tími til að gera vart við sig hér á blogginu.

Málið er að nú eru allir á facebook og ég líka. Þar hangir maður og spæjar um hvað vinir og vandamenn eru að bardúsa í dagsins önn.

Sönn íslensk forvitni.  Whistling

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, þá kemur vorfílingur í fólkið er það heyrir dirrindíið, ég hef ekki heyrt það í ár. Síðastliðið vor og sumar voru nokkrar Lóur í móanum við húsið hjá mér og var ósköp notalegt að heyra í þeim. Vonandi koma þær aftur.

Ég ætla að skreppa í eina húsbílaferðina enn um helgina og ætlast nottlega til þess að veðrið verði gott, bjart og enginn vindur. GetLost 

Fór um daginn með barnabörnin í skessuhelli og hafði sjálf mjög gaman af því að sjá og heyra í henni hrjóta, ropa og prumpa. Börnin lifðu sig svo inn í aðstæður að þegar hún prumpaði kleip eitt barnið um nefið og sagði ojy vond lykt. Happy Bara gaman að þessu og flott framtak að hafa Hellinn opinn um helgar.

Elíza og Aníta sitja á rúmi skessunnar.

Þá er bara að bjóða ykkur góða helgi og farið varlega. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband