Enn syngur Kári!

Upp er runninn síðasti dagur janúarmánaðar og sakna ég hans ekkert, vonandi verður febrúar hægari svo að maður geti látið reyna á torfæruakstur og komist eitthvað út í frelsið.  Annars var lítið um svefn í mínu hosseló vegna Kára en hann söng fyrir mig í alla nótt og gerir en, er orðin ansi þreytt á honum, hvað er hann líka að gera hér þegar Þorri er komin, einhver egoismi í gangi. Var að skoða brautina og virðist vera mikil hálka þar samkvæmt vegargerðar staðli. Þarf nauðsynlega að kíkja í Kópavoginn í enn eina fegrunaraðgerðina.Er að vona að febrúar verði stilltur, þarf að flytja og svooonna.


Lífið er dásamlegt tralalalala!!

Það er mikið að gera í samkvæmum framundan um helgar hjá mér og örugglega fleirum. Þorri kóngur hefur heilsað með sinni veðursinfóníu.  Það fór samt svo um síðustu helgi að ég sat og borðaði fjölbreytta villibráð af mikilli innlifun og  með tilheyrandi andvörpum og stunum.  Ooho þessi matur var unaðslegur.  Svona geta stundir verið yndislegar þó að úti gnauði stormur og hríð.  Næstu helgar framundan fara í þó nokkur veisluhöld, já eins og  afmælisveislu, þorrablót svo ég tali nú ekki um bollu, bollu og sprengidag, maður getur alltaf á sig blómum bætt, hvar endar þetta? Villibráðakvöld 018


Snjór og ófærð!

Bóndadagur og brjálað veður.  Það er jeppaveður. Hér á suðurnesjum er allt meira og minna ófært. Sést ekki út um gluggana. Klessusnjórinn sér um það. Reykjanesbraut er ófær og hér í Innri Njarðvík er allt ófært. Hér var að koma manneskja í hús sem komst ekki til Reykjavíkur til vinnu og fór karlmaðurinn á heimilinu til bjargar á sínum fjallajeppa. Ég var að hlusta á útvarpið rás tvö og ekki orð um færðina, hringt í vegagerðina fyrir kl. sjö og sagt bara hálkublettir á brautinni. Ekki nógu góðar upplýsingar og svo fara bílar af stað og allir fastir. Fólk hér á suðurnesjum sem sækir vinnu til Reykjavíkur og nágr. fer snemma af stað þannig að allar  upplýsingar þurfa að koma fyrir kl. sjö en ekki upp úr kl. átta.

Morgun andakt!

Svona í framhaldi af síðustu skrifum. Er lausnin að fá sér kött?. Þar sem ég er nú að flytja í nýbyggt hús í músarbyggð.Frown  Eru kettir í dag ekki bara hræddir við mýs?. Vonandi eru einhverjir villikettir á sveimi þarna.  það verður ekki þorandi að hafa opinn glugga eða opna hurð. Loftrist eins og í denn er kannski besta lausnin.Woundering


Píla pína!

Þegar ég kom heim í gær mætti mér skrítin sjón á eldhúsbekknum. Var bara ekki komið gæludýr á heimilið og það í krukku. Frown Alla malla, nú varð mín sko alveg mát.W00t Ég bara vissi ekki að hjónin á bænum  væru svona miklir dýravinir og þau sem eru með svo mikið dýra ofurnæmi. Errm  Verða kannski að fá sér kött?

 


Ólafsveðrið?

Það er veðrið og aftur veðrið.

Gárungarnir kalla þetta skot Ólafsveðrið vegna nýja meirihlutans í borginni.

Komst ekki í vinnu fyrr en einum tíma of seint vegna vinds á brautinni en samkvæmt vefriti fóru kviður allt upp í 36 m. á sek.

Það er ekki einleikið þetta veðurfar, en síðan ég færði mig úr Kópavogi og suður með sjó, hefur veðrið bara verið að stríða mér.

Vona bara að það verði betra með vorinu svo að ég og minn eðalvagn fjúkum ekki á haf út.

Svona er þetta bara öfgarnar í veðri og pólitík.


Köttur út' í mýri....

Úti er ævintýri!!

Þetta er nú meiri sápan þarna í minni gömlu og góðu Reykjavík.W00t  Bara nýr meirihluti "dísssess" og blái liturinn alsráðandi eða var það höndin?  omg!!Cool "Roy" töffarinn mættur með Wizard jú eða er hann það ekki?Woundering  Voru nokkur hnífaköst þarna? eða bara hrópað "harka parka og inn skulum við arka". Þetta er sko alvöru ævintýri svei mér þá.Ninja

 

 


Sunnudagur 20. janúar '08.

Já ég er nýr bloggari hér og ætla að skrifa um lífið og tilveruna.HappyIMG_0006

Hér á okkar ísalandi er allt fullt af snjó, mörgum til á nægju en öðrum til mæðu. Jeppamenn og konur (þar á meðal ég) kætast vegna þessa og nú getur maður farið að jeppast pínu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband