Komin tími til að gera vart við sig hér á blogginu.
Málið er að nú eru allir á facebook og ég líka. Þar hangir maður og spæjar um hvað vinir og vandamenn eru að bardúsa í dagsins önn.
Sönn íslensk forvitni.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, þá kemur vorfílingur í fólkið er það heyrir dirrindíið, ég hef ekki heyrt það í ár. Síðastliðið vor og sumar voru nokkrar Lóur í móanum við húsið hjá mér og var ósköp notalegt að heyra í þeim. Vonandi koma þær aftur.
Ég ætla að skreppa í eina húsbílaferðina enn um helgina og ætlast nottlega til þess að veðrið verði gott, bjart og enginn vindur.
Fór um daginn með barnabörnin í skessuhelli og hafði sjálf mjög gaman af því að sjá og heyra í henni hrjóta, ropa og prumpa. Börnin lifðu sig svo inn í aðstæður að þegar hún prumpaði kleip eitt barnið um nefið og sagði ojy vond lykt. Bara gaman að þessu og flott framtak að hafa Hellinn opinn um helgar.
Þá er bara að bjóða ykkur góða helgi og farið varlega.
Bloggar | 26.3.2009 | 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)

![]() |
Þingmenn mæta illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.3.2009 | 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ömmu helgi og ætlaði ég með dömurnar í húsbílinn og nú átti þetta að vera mjög svo kósý hjá okkur, veður.is gaf til kynna í vikunni að veðrið ætti bara að verða nokkuð gott sól, frost og ekki mikill vindur.
Það gekk ekki eftir þegar nær dró helginni eins og allir vita, lægð og aftur lægð bara um þessa helgi. Frestuðum því ferðinni í gær föstudag en svo átti að athuga með að gista nú í nótt.
Við fórum á rúntinn, kíktum á Skessuna sem gerði ekki annað en hrjóta, ropa og leysa vind, ungviðinu til mikillar gleði,enduðum við svo á Garðskaga við vitann.
Það var ekki svo hvasst fyrr en um kl.17:00 en þá hrikti bara í bílnum og fórum við því bara heim.
Til að milda vonbrigðin hjá ungu dömunum þá er ég búin að lofa classa ferð síðar.
Áttum bara ágætt kvöld saman, horfðum á Fantasiu Walt Disney og í gærkveldi Söngvaseið með snakki og nammi.
Á morgun er það svo síðbúið afmæli hjá einum fjölskyldumeðlim sem varð lögráða um daginn.
Bloggar | 15.3.2009 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Sló barn utan undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.3.2009 | 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar