Blogg á laugardegi !

 Búin að sótthreinsa lyklaborðið á tölvunni svo að ég smitist ekki af einhverjum ófögnuði við að blogga.  Sick

Laugardagur og smá skúrir hér fyrir sunnan, var að vona að hann skvetti nú rækilega úr sér svona til að hreinsa andrúmsloftið og gluggana því ég sé varla út um þá fyrir ryki.  Þegar maður býr á nýbyggingarsvæði þá er mikið moldrok í norðaustan roki. 

Þvoði báða bílana í blíðunni í gær og bónaði, en á eftir að þvo þann gamla sem enn er á verkstæðinu og vona ég að hann verði búinn á mánudag því ég er búin að selja hann og verður honum skilað til nýrra eigenda á miðvikudag.  Ég hef smá verk í hjartatuðrunni út af komandi aðskilnaði við hann enda búin að eiga góð fimm ár með honum en svona er lífið og Bensinn þarf að fá góða fingur til að annast sig í ellinni blessaður höfðinginn. 

Nú fer að líða að hvítasunnu og þá fer ég á "nýja" ferðabílnum út að aka og er ég búin að bjóða systrunum á Mávatjörninni með mér í hvítasunnu ferðalagið að þessu sinni. Bauð þeim með mér í smá ökutúr 1.maí og vildi sú yngri helst gista strax.  Þetta er ævintýri fyrir þær að húsbílast með ömmu.

Það á einn fjölskyldumeðlimur afmæli á fimmtudaginn og verður hún þrjátíu og síðast, við fjölskyldan ætlum að samfagna með henni og grilla en það verður meira fjör í næsta afmæli hef ég trú á þar sem hún er mikið fyrir að hafa gleði og gaman. Skrítið að eiga þetta "gamla" dóttir sem er að verða humm já ekki meira um það Woundering  Lífið heldur áfram og við með.Smile   


1. maí.

Til hamingju með daginn, já eða má ekki segja til hamingju, er þetta einhver hamingjudagur og hvernig er það með hinn almenna launþega, er hann hamingjusamur með launin og afkomuna á íslandi í dag?  Það má segja að fólkið í landinu skiptist í hina fátæku, alþýðu og  millistétt og svo hinir ríku.  Þetta er ekki ný bóla, nei hefur verið í  tugi ára og verður það áfram um ókomna tíð. Alltaf skiptast á skin og skúrir hvað fjármálin varðar hjá flestum. Blush  Ég er mjög hamingjusöm með að deila hjúkrunarfræðinga og Geislafræðinga er til lykta leidd í bili. Happy  Hefði svo sannarlega orðið slæmt ástand. Hvernig var það átti ekki að vera komið sumar, fauk það út á haf eins og verðbólgan sem ríkur upp þessa daganna.  Það verður ekki annað sagt en að á íslandi er kalt í dag.  Í gær vaknaði ég upp snemma morguns og var ískalt inni hjá mér, hélt augnablik að ég væri að vakna upp í óupphituðum húsbíl, nei ég var heima í nýju íbúðinni og hitinn bilaður?  Þegar píparinn loksins kom sá hann að það var búið að fikta í hitastillingunni að hann þurfti að stilla allt upp á nýtt og kenndi mér svo á græjurnar, hann sagði  að einhver hefði bara skrúfað fyrir mína íbúð, hemm ætli ég eigi einhverja óvini hérna í húsinu? Vonandi ekki. Allavega það var heitt hjá mér í morgun og nú vakta ég sko mínar stillingar í hitaherberginu. Annars er sól hér fyrir sunnan núna og vindur.  Ætla að freista þess að ganga eitthvað um úti í dag og vona að nú fari Kári að fara héðan.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband