Komin heim!

Komin tími á bloggfærslu fyrir aðdáendur mína.Grin

Var að koma á suðurnesin í dag eftir smá snertingu við náttúruna á ýmsum stöðum.  Meðal annars fann ég náttúru í Reykjavík Woundering  í Laugardalnum hann er æðislegur og ættu þeir sem tök hafa á að dvelja í borginni að kíkja í grasagarðinn og skoða náttúruflóruna þar. 

Ein veisla á laugardag hún Sunna fitnes gella og frænka mín var að klára  stúdentinn frá Bifröst og fjölskyldan samfagnaði með henni.

Skundað á Þingvöll eftir veislu en engin heit voru treyst þar bara óskað sér við Nikulásargjá.  

Var sem sagt með fimm frábærum konum á laugardagskvöld á þeim merka stað Þingvöllum og skemmtum við okkur vel,  einn karlmaður kom svo til að grilla með okkur á sunnudag. Cool jamm hann Helgi töffari. Cool 

Ég vígði nýja kolagrillið mitt og kveikti í viðarkolum sem gerðu matinn minn æðislega bragðgóðan, ummm. Eitthvað annað en gasgrillið, alla vega smá tilbreyting.

Á sunnudagskvöld var haldið til höfuðborgarinnar og dvalið á tjaldstæðinu í Laugardal. Farið í sund um hádegi í dag og tekið á því  í 16. stiga hita. 

Mánudagskvöld á Mávatjörninni með dætrum, tengdasyni, barnab.og barnabarnab. í hammaraveislu, endaði með því að ég fór með ungviðinu í heitapottinn og freyðibað eftir það úthvíld og alsæl.


Ísbjörn

Ísbirnir eru hættulegir og ekki gott að hafa laust bjarndýr þegar kindur með ung lömbin sín eru komin á túnin í Skagafirði.  Hann gæti lifað góðu lífi á sauðfénu þar eða ráðist á nautgripi og hesta. Þó svo að ég sé ekki hlynnt drápum á dýrum svona almennt þá finnst mér gegna öðru með ísbirni. er ekki hægt að skjóta í hann svæfingarlyfi svo að hægt sé að sigla með hann út að ísjaka ef þeir eru einhvers staðar þarna úti á hafi. Ekki drepa Bjössa.


mbl.is Lögregla á slóðum ísbjarnarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól og heitur pottur!

Yndislegur dagur hér á suðurnesjum og örugglega víðar.

Ég er á Mávatjörninni  er Nanny og au pair í dag. Eldri heimasætan er búin að vera lasin í nokkra daga en var hitalaus í morgun svo að vonandi er þetta að verða búið hjá henni.

Um hádegi læt ég svo renna í heitapottinn og á meðan horfir sú stutta á ævintýramyndina Gyllta áttavitann (The Golden Compass) með Daniel Craig hinum nýja 007 og Nicole Kidman ásamt fríðu föruneyti.

Á meðan lætur amman sólina verma kroppinn, hemm, verð með sólskyggnið á höfðinu svo að fegrunaraðgerðir síðustu ára eyðileggist ekki.

Vonandi verður svo húsbíllinn tilbúinn síðar í dag, en hann er á bíla spítala. Hann verður að vera í lagi fyrir ferðir sumarsins.

En nú fer ég að sinna heimasætunni og þvottavélinni.


Sjómannahelgin.

Komin heim eftir vel lukkaða helgi. Var í Bláa Lóninu þegar jarðskjálftinn kom og fann ekkert fyrir honum sem betur fer. Það var ekki fyrr en um sex leytið að ég heyrði af skjálftanum.

 Grindavík tekin með trompi frá fimmtudegi til föstudags var ein á risastóru tjaldstæði sem er ekki búið að full gera og ein í sundlauginni þeirra. Aðfaranótt laugardagsins var afar ónæðisöm svo að ég yfirgaf sjóarann síkáta og hélt á vit ævintýranna með síkátum félögum á mun rólegri stað.

Á Garðskaga er gott að vera og aðstaðan til fyrirmyndar, heitt vatn, upphituð klósett og tíu rafmagnstenglar. Þarna voru einnig nokkrir útlendingar á ferð og meðal annars  hjón frá Belgíu þau Derrik og Jóka. Kvöldið fór í það að spjalla við þau og skoða ferðaáætlun þeirra og ráða þeim heilt, en þau ætla að dvelja hér í einn mánuð og eru mjög vel útbúin. Ætla að vera í email sambandi við þau síðar í sumar.

Byggðasafnið var skoðað, gengið í fjöru og kíkt á fuglalífið. Í gær laugardag komu brúðhjón að Garðskaga og var verið að mynda þau, ég stóðst ekki freystinguna og myndaði líka. Kvöldkyrrðin var yndisleg í logninu, fuglasöngur og smá öldugjálfur horfandi upp í skýin liggjandi á fjörusteinunum er bara dásemd. Ég segi alltaf að vera úti í náttúrunni er að vera með náttúrunni og sameinast henni um stund gefur manni ómælda orku.

Sjómannadagur með hvassri suðaustan átt svo að "parrukkið" ætlaði bara af höfðinu á mér þegar ég fór rúnt út á Hvalsnes og ekki nóg með það, Kríurnar ætluðu bara að drepa mig þar sem ég stóð úti með myndavélina. Það er alltaf gaman að skoða fuglalífið þarna, næst kem ég með reiðhjólahjálminn á höfðinu þá geta þær bara ráðist á hann. Nú er dagur að kveldi kominn og ég ætla að setja nokkrar myndir inn á síðuna og taka kvöldið rólega endurnærð eftir allt náttúrubröltið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband