Þá er ég búin að sulta rifsið og sólberin. Smakkið er ágætt svo að ég get vel við unað og boðið upp á með vöfflum, ostum og fl.
Nú stend ég á tímamótum varðandi atvinnu mína. Er að fara á eftir að kveðja mína kæru samstarfsmenn flesta til 10. ára. Jamm ég verð nú bara hálf klökk við tilhugsunina. En svona er lífið þegar einum kafla líkur opnast annar og vonandi ekki síðri.
Nýr kafli opnast svo á mánudaginn þegar vinna hefst á "nýjum" stað, en þar vann ég fyrir nokkuð mörgum árum síðan og hlakka ekkert smá til að hitta þar marga fyrrverandi samstarfsfélaga.
Setti inn nokkrar nýjar myndir í gær þar á meðal af hverasvæðinu í Hveragerði sem var mjög áhugavert að skoða. Þar kemst maður að því hve mikil orka er í iðrum jarðar úfs, manni varð bara ekki um sel það sem fyrir augu bar svo ég tali nú ekki um hvin og læti er barst að eyrum mínum. Það sýður og kraumar allstaðar undir fótum manns og eins gott að athuga hvar maður stígur niður fæti því að hita gufur stíga upp allstaðar og sér maður hvar er að myndast nýr hver þar sem grasið er byrjað að sviðna. Var bara hálf skelkuð.
"Gott silfur er gulli betra" sagði Valgeir okkar stuðmaður með meiru. Mikið er ég stolt af strákunum okkar, tárapokar mínir tæmdust í gær, en maður getur alltaf kreist. Svona góða mín hættu nú.
Bloggar | 28.8.2008 | 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já meiri ber því að ég var að klippa rifsber, sólber og reyniber í garði "kunningja" minna og nú er bara að skella sér á fullt í sultu og saft gerð á morgun. Er ekki enn búin að safta úr krækiberjunum sem ég týndi um daginn.
Nei ég er aldrei heima, var núna að koma eftir viku úthald á húsbílnum og verð heima í tvo daga alla vega.
Það er nú samt alltaf voða gott að koma heim í hreiðrið sitt, eitthvað allt svo þægilegt, uppvöskunarvél, þvottavél, þurrkari og fl. og fl. þægindi. Skil ekki hvað ég nenni að vera á húsbílnum viku eftir viku og hef þar ekki þessi þægindi og heima. Jamm svona togar náttúran í mann.
Ég og minn urðum fyrir óskemmtilegri reynslu áðan suuss var bara tekin aftan frá
Já "einhver" sem var ekki alveg nógu vakandi á bremsunni og endaði svo á bossa míns,
ekkert stórkoslegt tjón en samt rispur og brotið ljós og smá sjokk, en allt í kaskó.
Nú er hérna fyrir sunnan líka þetta fína veður og aldrei að vita nema ég skreppi í smá göngutúr svona fyrir háttinn.
Bloggar | 26.8.2008 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er berjatíminn í ár og virðist berjaspretta vera góð. Keyrði út að Selatöngum og þar var allt svart af berjum, ég lagðist bara í lingið og stóð ekki upp fyrr en ég var búin að fylla fötuna, held að ég hafi tínt um fimm lítra af krækiberjum. Nú þá er bara eftir að vinna úr þeim safta og sulta. Í vikunni verða svo tínd rifsber og sólber.
Ég fann að vísu ekki mikið af bláberjum og veit ekki um stað hér á Reykjanesinu þar sem þau eru að finna.
Bloggar | 17.8.2008 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er blessuð blíðan og þess vegna fór ég með þær systur í fjöruferð strax í gærmorgun. Fórum út á Garðskaga sem klikkar ekki á góðum degi. Ekki var mikið af kuðungum og skeljum en talsvert var þar af krabbaskeljum og klóm. Það þótti þeim systrum mjög spennandi og tíndu helling í poka sem föndra á svo úr þegar rigningin kemur. Einnig fórum við í sjóinn sem var ekkert mjög kaldur. Bara gaman hjá okkur. Set inn nokkrar myndir frá ferðinni.
Nú í dag er ferðinni heitið til Grindjánalands því að þar er fjara með mikið af kuðungum og skeljum og við förum auðvitað á eðalgræjunni.
Bloggar | 12.8.2008 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er kominn tími á eins og eitt blogg sem þýðir að ég er komin heim. Er ekki búin að fá mér punginn, en þá getur maður víst bloggað þar sem maður stoppar hverju sinni.
Var að vinna í tvær vikur á leikskólanum sem ég er nú að hætta á eftir tíu ára starf og bjó bara í mínum eðalvagni á meðan.
Ég er mjög mikið fyrir tilbreytingar og þess vegna átti það nú aldeilis við mig að geta verið í mismunandi póstnúmerum eins og 101. eða 105. 107. eða 200. Jamm gott að eiga vini og skyldmenni með góðum innkeyrslum.
Systurnar á Mávatjörninni ætla að heiðra ömmu sína næstu vikuna og sjá til þess að henni leiðist ekki heima. Kannski ég bjóði þeim í fjöruferð og kannski í berjamó og þá förum við nottlega á húsbílnum þá gætu þær einnig gist ef veðrið verður gott bara þægileg vika framundan.
Byrja svo ekki að vinna fyrr en 1. september á nýjum stað.
Bloggar | 10.8.2008 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar