Færsluflokkur: Bloggar

Snjókoma að hausti!

Jæja nú er hann farinn að snjóa og ég sem hélt að það væri haust til 24. október. W00t snjórinn byrjaði að detta niður úr loftinu hér í Njarðvíkunum kl. 18:40 og enn snjóar.

Eins gott að ég er með pantaðan tíma á dekkjaverkstæði í fyrramálið kl. 08. láta setja ný dekk fyrir veturinn. Frown Þar fýkur hundraðþúsundkallinn. GetLost 

Nú eru í sjónvarpinu eldhúsdagsumræður og er Steingrímur að láta gamminn geysa. Kennir ýmsum um ófarir þjóðarskútunnar, lekandi bátur segir hann og ég sem hélt að báturinn væri að sökkva.

Ætla ekki að missa svefn yfir þessu ástandi eins og einn fjárfestir sagði þegar hann hafði tapað nokkrum miljörðum eftir að ríkið tók yfir bankann. Ég hef vinnu og ef allt fer á versta veg þá bara hirða þeir kofann og bílinn, ég mun svo kannski leigja hjá þeim sem eiga allt eða flytja úr landi.

Nú er ég að undirbúa helgarferð á húsbílnum og ætla ég mér að mynda haustliti, en ef snjóar eitthvað mikið verða þetta bara vetrarmyndir. Kannski verð ég veðurteppt fyrir austan.Errm

Veðurfróðir segja að veturinn verði harður og snemma á ferðinni. Sagan segir að mýsnar hafi hópast í skóla einn hér fyrir sunnan í ágústbyrjun, ég hélt að þær ætluðu nú bara að setjast á skólabekk blessaðar.  Púff, ég fjárfesti mér bara í einum kuldagalla um síðustu helgi til að vera örugg á milli staða þegar kuldahrollurinn kemur.Frown

 


Haustið og kuldahrollurinn.

Þá er blessað haustið komið og nú fer að kólna þegar sólin fer að skína, kuldahrollur hefur verið að læðast að mér síðan ég heyrði fréttir af fundi seðlabankastjóra og þeirra sem eiga að stjórna.Cool  þetta eru allt rosa töffarar sem eru alltaf að funda um eitthvað sem við máttum ekki vita, en er komið á daginn núna.  Einmitt eitt stykki banki að falli kominn og hvað svo? Ríkið hleypur undir með gífurlegri fjárhæð.  Fjármálakreppan mikla. Mörg heimilin að fótum komin vegna skuldbindinga hver bjargar þeim, örugglega ekki ríkisstjórnin.

Hvenær koma svo skömmtunarseðlarnir, ætli bankarnir úthluti þeim þegar ekki er hægt að kaupa vörur eða þegar fyrirtækin í landinu eru hætt framleiðslu á nauðsynjavöru.  Ekki finnst mér vera bjart haust eða vetur framundan. Þannig að kuldahrollurinn er kominn til að vera.    Er Davíð þá maður dagsins eða næturinnar, svei mér þá.Cool Aðaltöffarinn.Cool


Þvaðrað um eitt og annað !

Fjör færðist heldur betur í bloggið hjá mér í gær eftir að ég tjáði mig um rússana og er það bara frábært. Takk fyrir það þið sem kvittuðu fyrir.

Ég hef verið eitthvað svo önnum kafinn eftir að ég byrjaði að vinna 100% vinnu að tölvan hefur nánast gleymst. Eða ég svona af mér gengin að ekki er til nokkur orka í bloggið. GetLost 

Ætlaði að kíkja í réttirnar um helgina en vinnan tekur líkamlegann toll og því er ég bara heima, enda er veðrið ekki til að ferðast mikið, rok og rigning aðra helgi í röð. GetLost

Ég man að í fyrra haust fór ég ekkert í október vegna leiðinda veðurs, en ég hef undanfarin haust verið að ferðast um helgar fram í nóvember. 

Haustið er yndislegur tími, þá er gaman að fylgjast með haustlitunum koma smátt og smátt og fer hamförum á myndavélinni, tek oft um og yfir þrjú hundruð myndir bara af haustlitum. Vill til að ég get eitt út því sem ekki er gott. Smile

Nú er ég komin á tölvert yngri bíl en í fyrra (en sá gamli var þrítugur) og kallast svona bílar oft "pappakassar". Ég er ekki farin að treysta þessum í miklu roki en hann er nú samt yfir þrjú tonn að eigin þyngd og ætti ekki að fjúka svo létt. Það er bara ekki eins gaman að vera í húsbíl þegar ekki er hægt að vera mikið úti eins og að sitja í kvöldkyrðinni eða fylgjast með norðurljósunum.  Ég hef all nokkrum sinnum setið úti í allt að átta stiga frosti og logni með smá viðarkubb á útiarninum. Whistling  Vonandi kemur einhverja helgina gott og stillt veður.


Rússarnir koma!

Já manni dettur það sossum í hug að þeir bíði eftir tækifæri til að koma hingað og nota hvert tækifæri til þess að spæja í kringum þessa litlu eyju okkar. Það er ekki hægt að treysta þessum herrum sem stjórna þar. Eins gott að einhverjir stugga við þeim.


mbl.is Rússar flugu í gegn í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin búin og ný vinnuvika!

Frábær helgi að baki og vonandi allir sáttir.  Rosalega mikið af fólki og leið mér eins og í stórborg. Hélt hreinlega að ég væri komin til Bretlands þegar ég sá nýja hringtorgið sem hlaut nafnið Lundúnatorg.

Eitt er víst að mikið er af listamönnum hér á suðurnesjum, ekki veit ég hve margar listsýningar ég kíkti á einar þrettán og ekki fór ég á nærri allar.

Tónleikarnir í Bíósalnum þar sem Bylgja Dís, Jóhann Smári og Dagný fóru á kostum að ógleymdri Geirþrúði sem studdi vel við með píanóleik sínum. 

Akstur gamalla glæsivagna niður Hafnargötu og mótorhjólanna var ógleymanleg stund.  Kannski fá gamlir húsbílar að fljóta með næst, minn gamli þrjátíu ára Benz hefði nú sómt sér vel þarna. Heart 

Fjölskyldur og vinir hittast og maður er manns gaman. Hlakka til næstu Ljósahátíðar.

Á reyndar eftir að heimsækja skessuna í hellinn, geri það bráðlega.

Set inn nýjar myndir frá helginni.

 


Dýrðardagar framundan!

Mikið rosalega er búið að vera gott veður hérna á suðurnesjum það sem af er þessari viku og ég er svo þakklát í hjarta Heart tuðrunni yfir því. 

Maður er hálf dasaður eftir vinnudaginn enda búin að vera í ferðagírnum í allt sumar og lítið gert annað en að svamla í sundlaugum landsins. Whistling

Vona bara að helgin verði ekki eins vætusöm og sú síðasta. Skrapp og kíkti á Sandgerðisdaga um þá helgi sem var ansi blaut. 

 Nú í fyrramálið verður Ljósanótt sett og munu grunnskólabörn og  elstu leikskólabörnin hér fyrir sunnan sleppa blöðrum af því tilefni, já mikið að gerast hérna í Reykjanesbæ.  Nú þarf ég að athuga með ljósaseríurnar mínar sem ég ætla að hafa í gluggunum til hátíðarbryggða, þetta er jú ljósanætur framundan.Grin 

Bara gleði og glaumur og ekki læt ég deigan síga, heldur arka af stað á listsýningar, tónleika og svo að hitta vini og kunningja á förnum vegi. Happy Kannski hitti ég líka eitthvað af fjölskyldumeðlimum.Heart Bara draumahelgi framundan. W00t InLove   Dýrðardagar.


Vinnan göfgar......

Þá er ég búin með fyrsta daginn á nýjum vinnustað.  Happy  Er að æfa mig í að muna nöfn nemenda og staffsins. Cool 

Sótti síðan systurnar aðra í grunnskólann og hina á leikskólann því mamman er í skóla á Reykjavíkursvæðinu og er trúlega á brautinni núna. Jamm allir hafa nóg að gera.Whistling

Meira síðar.


Bræðingur um eitt og annað!

Þá er ég búin að sulta rifsið og sólberin. Smakkið er ágætt svo að ég get vel við unað og boðið upp á með vöfflum, ostum og fl. Happy

Nú stend ég á tímamótum varðandi atvinnu mína. Er að fara á eftir að kveðja mína kæru samstarfsmenn flesta til 10. ára.Heart  Jamm ég verð nú bara hálf klökk við tilhugsunina. En svona er lífið þegar einum kafla líkur opnast annar og vonandi ekki síðri.Wink

Nýr kafli opnast svo á mánudaginn þegar vinna hefst á "nýjum" stað, en þar vann ég fyrir nokkuð mörgum árum síðan og hlakka ekkert smá til að hitta þar marga fyrrverandi samstarfsfélaga. Smile 

Setti inn nokkrar nýjar myndir í gær þar á meðal af hverasvæðinu í Hveragerði sem var mjög áhugavert að skoða. Þar kemst maður að því hve mikil orka er í iðrum jarðar úfs, manni varð bara ekki um sel það sem fyrir augu bar svo ég tali nú ekki um hvin og læti er barst að eyrum mínum.  Það sýður og kraumar allstaðar undir fótum manns og eins gott að athuga hvar maður stígur niður fæti því að hita gufur stíga upp allstaðar og sér maður hvar er að myndast nýr hver þar sem grasið er byrjað að sviðna. Frown  Var bara hálf skelkuð.

"Gott silfur er gulli betra"  sagði Valgeir okkar stuðmaður með meiru. Mikið er ég stolt af strákunum okkar, tárapokar mínir tæmdust í gær, en maður getur alltaf kreist. Svona góða mín hættu nú.Cool  Heart

 


Annir frammundan í dalnum!

Já meiri ber því að ég var að klippa rifsber, sólber og reyniber í garði "kunningja" minna og nú er bara að skella sér á fullt í sultu og saft gerð á morgun.  Er ekki enn búin að safta úr krækiberjunum sem ég týndi um daginn. 

Nei ég er aldrei heima, var núna að koma eftir viku úthald á húsbílnum og verð heima í tvo daga alla vega.

Það er nú samt alltaf voða gott að koma heim í hreiðrið sitt, eitthvað allt svo þægilegt, uppvöskunarvél, þvottavél, þurrkari og fl. og fl. þægindi. Skil ekki hvað ég nenni að vera á húsbílnum viku eftir viku og hef þar ekki þessi þægindi og heima.Wink  Jamm svona togar náttúran í mann. InLove 

Ég og minn urðum fyrir óskemmtilegri reynslu áðan Frown suuss var bara tekin aftan frá W00t Já "einhver" sem var ekki alveg nógu vakandi á bremsunni og endaði svo á bossa míns, Shocking ekkert stórkoslegt tjón en samt rispur og brotið ljós og smá sjokk, en allt í kaskó. Blush   

Nú er hérna fyrir sunnan líka þetta fína veður og aldrei að vita nema ég skreppi í smá göngutúr svona fyrir háttinn.Happy


Ber, ber, ber!

Nú er berjatíminn í ár og virðist berjaspretta vera góð.  Keyrði út að Selatöngum og þar var allt svart af berjum, ég lagðist bara í lingið og stóð ekki upp fyrr en ég var búin að fylla fötuna, held að ég hafi tínt um fimm lítra af krækiberjum. Nú þá er bara eftir að vinna úr þeim safta og sulta.  Í vikunni verða svo tínd rifsber og sólber.

Ég fann að vísu ekki mikið af bláberjum og veit ekki um stað hér á Reykjanesinu þar sem þau eru að finna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband