Ætla ekki að ræða um neina kreppu hér, læt aðra um það. Ég er friðelskandi manneskja og vil bara að við íslendingar fáum uppreisn æru sem kemur vonandi sem fyrst. En að öðru.
Helgin var bara æðisleg hjá mér, gat ekki á mér setið og skrapp eftir nokkuð erfiða vinnuviku á 4x4 sýninguna sem ekki klikkaði. Eyddi nótt í Laugardal á græjunni og í bítið skrapp ég í laugarnar, myndaði svo í Laugardalsgarðinum eftir hádegi, síðan farið suður með sjó að Keili þar sem náttúran var teyguð í botn með stjörnum og norðurljósum. Sunnudagur nokkuð þungbúinn en spakur, tók rúntinn út á Vatnsleysuströnd og þá var komið kvöld. Ég orðin endurnærð og tilbúin í nýja vinnuviku.
Farin að huga að næstu helgi. Set nokkrar myndir hér til hliðar.
Bloggar | 14.10.2008 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 14. október 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar