Jæja nú er hann farinn að snjóa og ég sem hélt að það væri haust til 24. október. snjórinn byrjaði að detta niður úr loftinu hér í Njarðvíkunum kl. 18:40 og enn snjóar.
Eins gott að ég er með pantaðan tíma á dekkjaverkstæði í fyrramálið kl. 08. láta setja ný dekk fyrir veturinn. Þar fýkur hundraðþúsundkallinn.
Nú eru í sjónvarpinu eldhúsdagsumræður og er Steingrímur að láta gamminn geysa. Kennir ýmsum um ófarir þjóðarskútunnar, lekandi bátur segir hann og ég sem hélt að báturinn væri að sökkva.
Ætla ekki að missa svefn yfir þessu ástandi eins og einn fjárfestir sagði þegar hann hafði tapað nokkrum miljörðum eftir að ríkið tók yfir bankann. Ég hef vinnu og ef allt fer á versta veg þá bara hirða þeir kofann og bílinn, ég mun svo kannski leigja hjá þeim sem eiga allt eða flytja úr landi.
Nú er ég að undirbúa helgarferð á húsbílnum og ætla ég mér að mynda haustliti, en ef snjóar eitthvað mikið verða þetta bara vetrarmyndir. Kannski verð ég veðurteppt fyrir austan.
Veðurfróðir segja að veturinn verði harður og snemma á ferðinni. Sagan segir að mýsnar hafi hópast í skóla einn hér fyrir sunnan í ágústbyrjun, ég hélt að þær ætluðu nú bara að setjast á skólabekk blessaðar. Púff, ég fjárfesti mér bara í einum kuldagalla um síðustu helgi til að vera örugg á milli staða þegar kuldahrollurinn kemur.
Bloggar | 2.10.2008 | 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 2. október 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar