Dagur íslenskrar tungu að kvöldi komin, en ég lagði mitt að mörkum til hans á föstudaginn þegar ég ásamt fríðu föruneyti heimsóttum Heiðarskóla og fluttu nemendur hvor fyrir aðra skemmtilega dagskrá Jónasi til heiðurs.
Skrapp á laugardag út að Garðskaga og átti skemmtilegan vinafund.
Ég ætlaði nú ekkert að fara þessa helgi því ég fékk einhverja óáran á föstudagsmorgun sem kallast víst búkhlaup, en hlaupið kom og fór svo ég var orðin ágæt á laugardagsmorgun og ákvað því að kíkja á félaga mína sem voru í 17. metrum á Garðskaga um nóttina og með snert að húsbílariðu.
Það var bara yndislegt á laugardagskvöldið logn og blíða en engin norðurljós. Hvar voru þau? jæja það þýðir ekki að fást um það, kem örugglega aftur og vitja um þau.
Það er góð aðstaða þarna og hægt að fá rafmagn, heitt vatn og svo var annað klósettið opið, kaffihúsið Flösin var opið að deginum, einnig er þarna safn sem vert er að skoða. Já sannarlega gott að koma þarna. Um næstu helgi er svo málþing og þjóðhátíð í tilefni eitthudnrað ára afmælis og verður þá heilmikið um að vera í Garðinum.
Set inn nokkrar myndir.
Bloggar | 16.11.2008 | 19:47 (breytt kl. 20:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 16. nóvember 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar