Wúrzburg og Rothenburg.

Wúrzburg í Bæjaralandi er falleg borg en þangað skrapp ég ásamt skemmtilegum félögum til að fá smá jólagleði í hjarta og sál. Mikið var búið að skreyta húsin í miðbænum og setja ljós á jólatré. Jólamarkaðinn var gaman að skoða og svo var bragðað á jólaglöggi þeirra Bæjara.

Margt var gert sér til skemmtunar eins og að borða góðan mat, farið á tónleika og spjalla við skemmtilega félaga.

Heimsótti einnig Rothenburg sem skartar einnig jólamarkaði, jólabúðum, söfnum og skrítnum karli sem skemmti fólki á torgi bæjarins.

Ég er komin í jólaskap og syng jólalögin þrátt fyrir árans kreppuna sem engin getur flúið. 

Setti nokkrar myndir frá ferðinni í myndaalbúm hér á síðunni.


Bloggfærslur 1. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband