Jóla Storkurinn og þar með fimm ættliðir í beinann kvennlegg.

Nú er að líða að jólum og flestir að klára jólagjafaverslunina en við í fjölskyldunni fengum gullfallegan jólapakka í morgun 19. desember.  Þarna var á ferð jólastorkurinn sem kom með sendingu, litla jólastúlku er ég kalla jóla krúttlu. Þeim mæðgum heilsat vel og eru þær í hreiðrinu en storkurinn flaug fljótt á braut. 

Jóla krúttlan vildi greinilega eiga sinn eigin afmælisdag eins og stóri bróðir sem er tveggja ára síðan 19. nóv. en mamma hans 18. nóv. Þau eiga nú afmælisdaga báðum megin við minn, en minn er 16. des. 

Það var og er  allt einhvern veginn svo yndislegt í dag og lamman svo stolt  að hún gat bara varla klárað vinnudaginn, fannst hún hafa unnið stóra vinninginn.

Svo eru komnir fimm ættliðir í beinan kvennlegg

Set inn mynd hér til hliðar í albúmið börn og barnab.

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 19. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband