Þá er búið að skrúbba og skipta á rúmum á þessum bæ og nú mega jólin koma til mín með kærleik og frið.
Það er von mín að sem flestir finni frið í hjarta sínu og geti gefið af honum til þeirra sem hans þarfnast. Margir eiga erfitt bæði vegna veikinda og bágra kjara á hátíð ljóssins og sendi ég þeim hlýjar hugsanir og megi þeir öðlast sálarfrið um stund.
Sáluhjálpar geymslan getur verið full hjá mörgum og endilega gefið til annarra úr henni.
Nú er það fyrirgefningin og umburðarlyndið sem við eigum að huga að.
Kæru vinir og vandamenn nær og fjær, sendi mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð megi þið eiga frið í hjarta.
Farið varlega í jólamatinn og með eldinn á kertunum.
Í Betlehem hjá blíðri móður, barn í jötu reifað var.
Lýsti stjarna lágu hreysi, ljóssins englar komu þar.
Englar komu, englar sungu, englar stóðu helgan vörð.
Lausnarans frá lágu hreysi lífsins boðskap fluttu jörð.
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.
Bloggar | 24.12.2008 | 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 24. desember 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar