Gleðilega hátíð kæru vinir, vandamenn og lesendur bloggsins.
Nú eru búnir tveir dagar af jólahátíð og mín fjölskylda hefur eins og flestir landsmenn troðið í sig góðum mat og ótakmörkuðu áti á nammi og gosi.
Ég var bara hress í morgun enda passaði ég mig á namminu og reykta kjötinu, borðaði grillaðar lambalundir en lét hamborgahrygginn vera.
Jóladagsmorgun, vaknað með "þynnku" í líkama eftir syndsamlegar unaðs stundir kvöldsins "alla malla" maturinn frá aðfangadag sagði til sín í liðum og þrútnum augnalokum, en mikið var samt gott að sleppa fram af sér beislinu.
Svona fer þegar maður lifir fyrir augnablikið.
Nú horfir allt til betri vegar í dag og svo er ein veislan í kvöld þar sem við systur höldum árlegt jólaboð með öllu tilheyrandi. Ég reyni nú að vera staðföst og forðast þann reykta og borða frekar það óreykta.
Við spilum Bingó þar sem allir spila og "allir" fá vinninga, já við erum svo stórtækar systurnar höfum marga vinninga. Einnig er slegið í annarskonar spil eins og póker eða vist svo getur einhver hafa fengið kreppuspilið þessi jólin og mætir með það.
Nú einnig eru þarna nokkrir sem spila á gítar og hljómborð þannig að við getum sungið nokkur jólalög með ungviðinu, engum ætti því að leiðast.
Það er alltaf gaman að hitta stórfjölskylduna.
Til borgarinnar skal því halda til að hitta fjölskylduna og vísetera í Kirkjugarðinn, bara athuga hvort ekki er þar allt í friði og ró. Kveiki á nokkrum kertum þar. Huga einnig að lóðinni minni.
Á morgun laugardag er svo stórbrúðkaup og ekki slær maður af í áti þann daginn svo að á sunnudag verður bara léttmeti svo ég geti mætt til vinnu á mánudag.
Bloggar | 26.12.2008 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. desember 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar