Tónleikar!

Mikið skemmti ég mér í dag en þá fór ég meðal annars á tónleika sem voru haldnir í Reykjanesbæ.  Það er mikil gróska í lúðrasveita bransanum víða um land.  Þarna voru  nemendur tónlistarskólanna að spila í nokkrum hópum. Skemmtileg slagverksveit spilaði einnig og var það mjög tilkomumikið að hlusta á allan þennan flotta slátt og skemmdi það ekki stemmninguna að ameríski stjórnandinn tók smá trommusóló. Hlakka til að heyra meira í framtíðinni af svona slætti, en þetta er alveg nýtt hér á landi og kemur frá USA.Cool Já ekki að spyrja að kananum miklir töffarar.Whistling 


Bjart frammundan?

Ég ætla rétt að vona það að samningar reynist góðir fyrir þá sem lægst hafa launin.  Hvernig er það með þá sem eru á bótum, vona samt að þeir hafi flotið  með í pakkanum?  Spennandi að fylgjast með hvað gerist næstu daga. Nú og svo á eftir að semja við kennara ekki mega þeir sitja eftir. Leikskólakennarar eru með lausa samninga í haust. Ég er bara bjartsýn Smile  á að allt fari á besta veg fyrir launþega í landinu.   Það virðist vera meiri sátt hjá stjórnvöldum nú en fyrir nokkrum árum að mig minnir.   Ég held í vonina.


Bloggfærslur 17. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband