Góð helgi liðin!

Yndisleg helgi að baki og vinnan í fyrramálið.  Happy  Óhægt að segja að veðrið hér á suðurhorninu er búið að vera fínt til útivistar þó að norðangarri blási smá, klæða sig bara vel.  Ég varð "nottlega" að tilkeyra minn heittelskaða gamla góða út um víðan völl, keyrði hann út í Garð á föstudagskvöldið og horfðum saman á sólina setjast ohoo æðislega rómó.  Nú á laugardag fórum við í Hafnirnar og nutum góða veðursins í kyrrðinni, sá ekki eina manneskju þar bara hunda, kannski enginn heima nema þeir.  Á milli ferða þvoði ég vininn svo að allt verði klárt á mánudag, en þá fer hann í læknisskoðun og vona ég að hann fái fulla skoðun.  Í dag komu svo gestir úr höfuðborginni að taka út nýja staðinn.  Þannig að helgin var fljót að líða og ég tilbúin í nýja vinnuviku sem byrjar með söngstund.  Smile


Bloggfærslur 30. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband