Þá er frábær helgi að baki og vinnan tekur völdin. Húsbíllinn var viðraður í góðu veðri á Þingvöllum, Landsveit og Hamragörðum. Er með "súrefniseitrun" eftir alla útiveruna, þetta tekur sinn tíma að venja sig aftur á að vera mikið úti við eftir kaldann og snjóþungann vetur, þar sem maður fór út úr húsi og upp í bíl. Ég er smá útitekin eftir helgina. Farin að hugsa hvert ég fer næstu helgi og læt mig dreyma um gott veður sól og hlýju, það má einnig koma væta sem hreinsar loftið og þá verður enn betra að anda í sveitinni. Á Þingvöllum er alltaf gott að vera og hlustaði ég lengi vel á fuglana í tilhugalífinu gefa frá sér hin furðulegustu hljóð. Þingvallavatn ísilagt en farið að bráðna sumstaðar, bara yndislegt. Að Laugalandi í Holtum var skemmtilegt að vera en þar voru haldnir tónleikar til styrktar honum Jóni á Kirkjulæk, (betur þekktur sem Jón á brókinni) og hans fjölskyldu, en Jón glímir við slæm veikindi. Þarna komu fram sveitungar hans og vinir. Skemmtu okkur með söng og gamanmálum, frábært kvöld og vona ég svo sannarlega að Jón nái sér svo hægt sé að heimsækja hann á brókina í sumar. Hamragarðar og Seljalandsfoss er bara dásemdin ein, þar eru fuglar í berginu í sínu tilhugalífi og gaman að vera með góðan kíki og fylgjast með þeim. Fossin við tjaldstæðið skemmir svo ekki stemminguna, hlusta á niðinn í honum er bara til að auka á ánægjuna. Að vera svo með góðum félögum í hópi er bónus. Hlakka til næstu ferðar. Bæti við myndum á síðuna frá helginni.
Bloggar | 21.4.2008 | 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. apríl 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar