Kæru börn, ömmubörn og lömmubarn, systur, vinir, frændgarður og félagar nær og fjær. Gleðilegt sumar öll sömul, ætla ekkert að þakka veturinn, suma sá ég aldrei svo að það er ekkert að þakka fyrir, grín Ég var svo glöð með lífið og tilveruna í morgun en þegar ég opnaði einkabankann og sá hvað verðbólgan leikur mig grátt (ég var rænd) dró svart ský fyrir sólu. Brosi bara í gegnum tárin og borga mitt. Ef ég á ekki fyrir afborgunum þá verð ég bara að tala við Úrsúlu vinkonu mína hugsaði ég. Hækkunin nemur um tuttugu þúsundum bara þennan mánuð og ég sé að húsnæðislánið hækkar um ca. 100 þúsund á mánuði þannig að ef verður áfram verðbólga og vísitölutrygging verð ég bara tekin upp í skuld hjá sjóðnum eftir einhvern tíma. Hvað með fólk sem er með 80-100%lán. Við sitjum uppi með handónýta útlaga-ferðasjúka-ríkisstjórn. Er ísland á leið til helvítis, er það þess vegna sem stjórnendur eru alltaf í útlöndum að búa í haginn fyrir sig þegar þeir svo flýja þetta skatt og vísitölu pínda land. Hvað ætla þeir að gera? Þjóðin er búin að vera á fylleríi í nokkur ár og enginn gerir neitt til þess að spyrna við á nokkurn hátt. Grunnskólakennarar komnir með einhvern kjarasamning, það verður fróðlegt að lesa hann. Jæja nóg af þessu, maður hefur nú frjálsa hugsun en hversu lengi það verður áður en hún verður skattlögð. Arrrgggg
Hvað ætli verði langt þangað til fólk flytur í Laugardalinn, þar eru komnir nokkrir fastir íbúar sá ég í gær og frétti að þeir væru komnir með lögheimili þar frá því í vetur. Já heimur versnandi fer.
Bloggar | 28.4.2008 | 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin til vinnu eftir góðan ferðatúr á mínum ferða bíl. Veðrið hefur leikið við mig í ferðinni sól og rok, eða sól og logn eins og var í Heiðmörk í gær, fjölskyldur að grilla, útivistarfólkið í göngu og enn aðrir á hlaupum, vorið er svo sannarlega komið í hugum fólks og fer nú vonandi að hlýna úr þessu. Á miðvikudag eftir vinnu var farið í Borgarfjörð og dvalist með góðum félögum í bæði Fossatúni og Húsafelli. Síðan var ferðinni heitið austur fyrir fjall til Þingvalla og endað í Þjórsárver með sól og roki en frábæru skyggni, fjalla og jöklasýn mjög góð og fór ég offari í myndatökum. Set inn myndir í kvöld.
Bloggar | 28.4.2008 | 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. apríl 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar