Laugardagskvöld.

Vikan að verða búin og veðrið fer batnandi þó lofthiti mætti vera hærri.  Sólin skín og skellihlær við okkur hér í norðrinu og ekki veitir af að hafa eitthvað sem léttir okkur lundina á þessum erfiðu tímum vaxtahækkana, gengistruflana, aukinnar verðbólgu og að ógleymdum aðgerðum trukka. Húsbílar  farnir að streyma um vegi landsins  og ekki líður á löngu áður en landinn leggst í ferðalög innan sem utanlands.  Já við íslendingar hættum ekkert að ferðast þó allt sé á heljarþröm eins og kom fram í þætti Spaugstofumanna, já þeir voru bara nokkuð góðir í kvöld er þeir fóru yfir mál liðinnar viku þó fannst mér alveg vanta smá skens um  þotufólkið í Þingvallastjórninni.   GrinLoL   Sunnudagur heilsar landsmönnum vonandi með sól og blíðu svo fermingarbörn dagsins fái fallegan dag. Það er bara ein ferming í minni fjölskyldu í ár svo að ég get vel við unað.   


Bloggfærslur 5. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband