Vikan að verða búin og veðrið fer batnandi þó lofthiti mætti vera hærri. Sólin skín og skellihlær við okkur hér í norðrinu og ekki veitir af að hafa eitthvað sem léttir okkur lundina á þessum erfiðu tímum vaxtahækkana, gengistruflana, aukinnar verðbólgu og að ógleymdum aðgerðum trukka. Húsbílar farnir að streyma um vegi landsins og ekki líður á löngu áður en landinn leggst í ferðalög innan sem utanlands. Já við íslendingar hættum ekkert að ferðast þó allt sé á heljarþröm eins og kom fram í þætti Spaugstofumanna, já þeir voru bara nokkuð góðir í kvöld er þeir fóru yfir mál liðinnar viku þó fannst mér alveg vanta smá skens um þotufólkið í Þingvallastjórninni. Sunnudagur heilsar landsmönnum vonandi með sól og blíðu svo fermingarbörn dagsins fái fallegan dag. Það er bara ein ferming í minni fjölskyldu í ár svo að ég get vel við unað.
Bloggar | 5.4.2008 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. apríl 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar