Á huglægum nótum!

Þá er búið að fara í þessa einu fermingarveislu þetta vorið.  Fermingardrengur dagsins hann Gísli er mikill fótboltamaður og á vonandi þokkalega framtíð fyrir sér í boltanum, einnig slær hann trommur til óbóta til að fá útrás á mótherjum sem tapað er fyrir. Pinch  Nú þarna hittast fjölskyldur og vinir og mikið spjallað, hlegið og myndir teknar. Hér áður fyrr var þetta eitthvað öðruvísi, þá tíðkaðist að veita áfengi í þessum veislum og tóbak.  Sem betur fer er það liðin tíð. Nú er bara að leggjast á meltuna eftir allt átið og láta líða úr sér þreytuna eftir erfiði dagsins.  Gasp  Tek það fram að ég er búin að hreyfa mig í dag ó já, fór í gönguferð í morgun í þessu yndislega veðri. Nú geng ég bara huglægt í kvöld enda er sjónvarpsþátturinn Mannaveiðar á RÚV. Bandit   og maður missir ekki af  honum enda spennandi, hver ætli morðinginn sé? Viðhald ekkjunnar, kannski of augljóst.  Góður dagur að kveldi kominn og vinnan kallar í fyrramálið, er farin að velta því fyrir mér hvort ég komist í tæka tíð vegna trukka sem eru að mótmæla á brautinni.   Whistling   Mér datt þetta svona í hug, en ég styð þessar aðgerðir og stend með þeim á huglægum nótum.  Kannski ég hafi kaffi á brúsa og bakkelsi til öryggis.


Bloggfærslur 6. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband