Þá er búið að fara í þessa einu fermingarveislu þetta vorið. Fermingardrengur dagsins hann Gísli er mikill fótboltamaður og á vonandi þokkalega framtíð fyrir sér í boltanum, einnig slær hann trommur til óbóta til að fá útrás á mótherjum sem tapað er fyrir. Nú þarna hittast fjölskyldur og vinir og mikið spjallað, hlegið og myndir teknar. Hér áður fyrr var þetta eitthvað öðruvísi, þá tíðkaðist að veita áfengi í þessum veislum og tóbak. Sem betur fer er það liðin tíð. Nú er bara að leggjast á meltuna eftir allt átið og láta líða úr sér þreytuna eftir erfiði dagsins.
Tek það fram að ég er búin að hreyfa mig í dag ó já, fór í gönguferð í morgun í þessu yndislega veðri. Nú geng ég bara huglægt í kvöld enda er sjónvarpsþátturinn Mannaveiðar á RÚV.
og maður missir ekki af honum enda spennandi, hver ætli morðinginn sé? Viðhald ekkjunnar, kannski of augljóst. Góður dagur að kveldi kominn og vinnan kallar í fyrramálið, er farin að velta því fyrir mér hvort ég komist í tæka tíð vegna trukka sem eru að mótmæla á brautinni.
Mér datt þetta svona í hug, en ég styð þessar aðgerðir og stend með þeim á huglægum nótum. Kannski ég hafi kaffi á brúsa og bakkelsi til öryggis.
Bloggar | 6.4.2008 | 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. apríl 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar