Mánudagur og flestir landsmenn að hefja enn eina vinnuvikuna. Glöð í dag með sólina sem skín úti en það dálítið kul enn í loftinu. Litla systir mín átti afmæli í gær, til hamingju Anna mín. Fór í afmæli til Anítu í gær hún verður fjögra á miðvikudag. Myndir frá afmæli hér á síðunni.
Nú er ætlunin að kíkja í sveitina á eftir en við á leikskólanum ætlum að kynnast dýrunum á Hraðastöðum í Mosó. Það verður örugglega fjör innan um dýrin með börnin.
Ætla síðan að fara í sund og skola af mér lambalyktina.
Eurovision vikan að byrja og nú er það spenningurinn komumst við í keppnina, vona það og ég verð örugglega að horfa stolt á mitt lið á fimmtudagskvöld, en á ekki eftir að bjóða mér í evró partý?? hvar eru vinirnir? Jæja ég gerist bara boðflenna inn á heimili einhvers. Vorhátíð á leikskólanum á föstudag og sumargleði staffsins um kvöldið og svo annar í Eurovision á laugardag þessi vika verður sko fljót að líða.
Gleðilega vinnuviku kæru landsmenn og munið bara að keyra skynsamlega til að spara orkugjafann dýra.
Sólin skín og skellihlær.
Bloggar | 19.5.2008 | 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 19. maí 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar