Nýr dagur, sveitaferð í sólinni!

Mánudagur og flestir landsmenn að hefja enn eina vinnuvikuna.  Glöð í dag með sólina sem skín úti en það dálítið kul enn í loftinu.  Litla systir mín átti afmæli í gær, til hamingju Anna mín.  Fór í afmæli til Anítu í gær hún verður fjögra á miðvikudag. Myndir frá afmæli hér á síðunni.

Nú er ætlunin að kíkja í sveitina á eftir en við á leikskólanum ætlum að kynnast dýrunum á Hraðastöðum í Mosó. Það verður örugglega fjör innan um dýrin með börnin.

Ætla síðan að fara í sund og skola af mér lambalyktina.Whistling

Eurovision vikan að byrja og nú er það spenningurinn komumst við í keppnina, vona það og ég verð örugglega að horfa stolt á mitt lið á fimmtudagskvöld,  en á ekki eftir að bjóða mér í evró partý?? hvar eru vinirnir?  Jæja ég gerist bara boðflenna inn á  heimili einhvers.Grin  Vorhátíð á leikskólanum á föstudag og sumargleði staffsins um kvöldið og svo annar í Eurovision á laugardag þessi vika verður sko fljót að líða. 

Gleðilega vinnuviku kæru landsmenn og munið bara að keyra skynsamlega til að spara orkugjafann dýra.

Sólin skín og skellihlær.


Bloggfærslur 19. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband