Var að horfa á veðrið í sjónvarpinu og segi nú bara eins og hún Sveina gamla á Svalbarða!! "HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA" Ég var búin að ákveða að veðrið ætti að verða gott um helgina, að ég fengi gott Evrópartý, svo kemur veður konan í sjónvarpið og vogar sér að segja að sólin verði fyrir norðan eða austan, (hún var ekki búin að ákveða það). HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA? Erum við sunnlendingar bara annars-flokks fólk eða hvað.
Verður maður að bruna norður, er orkugjafinn ekki nógu dýr, sjitt! og að maður þurfi að keyra svo langt til að njóta sólar, nei takk.
þetta með partýið hvar á það þá að vera þegar engin er sólin og ég verð að kúldrast inni við að horfa, í staðin fyrir að sóla mig í heitapottinum fyrir utan nýju græjuna með flott glas í hönd innan um eðal fólk. Ég spyr bara HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA?
Bloggar | 20.5.2008 | 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. maí 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 739
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar