Rabbarbari og Rúna!

Var að koma heim en dvaldist óvart í Kópavoginum síðastliðna nótt. Hemm, nennti ekki heim í gærkveldi, svona er þetta þegar maður fer á húsbílnum í vinnuna og talandi um vinnuna ég er komin í sumarfrí Happy  og er nú í augnablikinu að sinna bústörfum jamm sulta er það kallað en mér áskotnaðist rauður og flottur rabbabari í gær og nú skal sjóða góða sultu, gallinn er bara sá að ég á engin ílát til  að setja sultutauið í því ég henti öllum krukkum í flutningunum. Svo að ef einhver á krukkur endilega látið mig vita, þið getið fengi sultu í krukku í leiðinni meðan byrgðir endast.

Ég ætla að vera rosalega húsleg næstu vikurnar og þrífa heimilið, taka eitthvað upp úr meiri kössum og raða í "geymsluna" og skápa. Woundering  Svo þegar allt er orðið hreint og klárt þá skelli ég mér eitthvað út í náttúruna á mínum húsbíl og velti mér einhvers staðar upp úr dögginni eða tek sundsprett í góðri vík.

Mér áskotnaðist annar húsbíll í gær aðeins minni en hinn og fylgdi honum Vespa, tvö hjól, stólar, borð og markísa, þessi er algjört tryllitæki og svo er hægt að opna þakið alveg upp á gátt, já hreinlega renna því af bílnum sem sagt rosa græja.


Bloggfærslur 28. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband