Komin tími á bloggfærslu fyrir aðdáendur mína.
Var að koma á suðurnesin í dag eftir smá snertingu við náttúruna á ýmsum stöðum. Meðal annars fann ég náttúru í Reykjavík í Laugardalnum hann er æðislegur og ættu þeir sem tök hafa á að dvelja í borginni að kíkja í grasagarðinn og skoða náttúruflóruna þar.
Ein veisla á laugardag hún Sunna fitnes gella og frænka mín var að klára stúdentinn frá Bifröst og fjölskyldan samfagnaði með henni.
Skundað á Þingvöll eftir veislu en engin heit voru treyst þar bara óskað sér við Nikulásargjá.
Var sem sagt með fimm frábærum konum á laugardagskvöld á þeim merka stað Þingvöllum og skemmtum við okkur vel, einn karlmaður kom svo til að grilla með okkur á sunnudag. jamm hann Helgi töffari.
Ég vígði nýja kolagrillið mitt og kveikti í viðarkolum sem gerðu matinn minn æðislega bragðgóðan, ummm. Eitthvað annað en gasgrillið, alla vega smá tilbreyting.
Á sunnudagskvöld var haldið til höfuðborgarinnar og dvalið á tjaldstæðinu í Laugardal. Farið í sund um hádegi í dag og tekið á því í 16. stiga hita.
Mánudagskvöld á Mávatjörninni með dætrum, tengdasyni, barnab.og barnabarnab. í hammaraveislu, endaði með því að ég fór með ungviðinu í heitapottinn og freyðibað eftir það úthvíld og alsæl.
Bloggar | 9.6.2008 | 22:42 (breytt 10.6.2008 kl. 00:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 9. júní 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar