Systur í fjöruferð!

Það er blessuð blíðan og þess vegna fór ég með þær systur í fjöruferð strax í gærmorgun. Fórum út á Garðskaga sem klikkar ekki á góðum degi.  Ekki var mikið af kuðungum og skeljum en talsvert var þar af krabbaskeljum og klóm. Það þótti þeim systrum mjög spennandi og tíndu helling í poka sem föndra á svo úr þegar rigningin kemur. Einnig fórum við í sjóinn sem var ekkert mjög kaldur. Bara gaman hjá okkur.  Happy Set inn nokkrar myndir frá ferðinni.

Nú í dag er ferðinni heitið til Grindjánalands því að þar er fjara með mikið af kuðungum og skeljum og við förum auðvitað á eðalgræjunni. HeartSmile


Bloggfærslur 12. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband