Þá er ég búin að sulta rifsið og sólberin. Smakkið er ágætt svo að ég get vel við unað og boðið upp á með vöfflum, ostum og fl.
Nú stend ég á tímamótum varðandi atvinnu mína. Er að fara á eftir að kveðja mína kæru samstarfsmenn flesta til 10. ára. Jamm ég verð nú bara hálf klökk við tilhugsunina. En svona er lífið þegar einum kafla líkur opnast annar og vonandi ekki síðri.
Nýr kafli opnast svo á mánudaginn þegar vinna hefst á "nýjum" stað, en þar vann ég fyrir nokkuð mörgum árum síðan og hlakka ekkert smá til að hitta þar marga fyrrverandi samstarfsfélaga.
Setti inn nokkrar nýjar myndir í gær þar á meðal af hverasvæðinu í Hveragerði sem var mjög áhugavert að skoða. Þar kemst maður að því hve mikil orka er í iðrum jarðar úfs, manni varð bara ekki um sel það sem fyrir augu bar svo ég tali nú ekki um hvin og læti er barst að eyrum mínum. Það sýður og kraumar allstaðar undir fótum manns og eins gott að athuga hvar maður stígur niður fæti því að hita gufur stíga upp allstaðar og sér maður hvar er að myndast nýr hver þar sem grasið er byrjað að sviðna. Var bara hálf skelkuð.
"Gott silfur er gulli betra" sagði Valgeir okkar stuðmaður með meiru. Mikið er ég stolt af strákunum okkar, tárapokar mínir tæmdust í gær, en maður getur alltaf kreist. Svona góða mín hættu nú.
Bloggar | 28.8.2008 | 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. ágúst 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar