Mikið rosalega er búið að vera gott veður hérna á suðurnesjum það sem af er þessari viku og ég er svo þakklát í hjarta tuðrunni yfir því.
Maður er hálf dasaður eftir vinnudaginn enda búin að vera í ferðagírnum í allt sumar og lítið gert annað en að svamla í sundlaugum landsins.
Vona bara að helgin verði ekki eins vætusöm og sú síðasta. Skrapp og kíkti á Sandgerðisdaga um þá helgi sem var ansi blaut.
Nú í fyrramálið verður Ljósanótt sett og munu grunnskólabörn og elstu leikskólabörnin hér fyrir sunnan sleppa blöðrum af því tilefni, já mikið að gerast hérna í Reykjanesbæ. Nú þarf ég að athuga með ljósaseríurnar mínar sem ég ætla að hafa í gluggunum til hátíðarbryggða, þetta er jú ljósanætur framundan.
Bara gleði og glaumur og ekki læt ég deigan síga, heldur arka af stað á listsýningar, tónleika og svo að hitta vini og kunningja á förnum vegi. Kannski hitti ég líka eitthvað af fjölskyldumeðlimum.
Bara draumahelgi framundan.
Dýrðardagar.
Bloggar | 3.9.2008 | 18:49 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 3. september 2008
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar