Veðrið mál helgarinnar.

Það er ömmu helgi og ætlaði ég með dömurnar í húsbílinn og nú átti þetta að vera mjög svo kósý hjá okkur, veður.is gaf til kynna í vikunni að veðrið ætti bara að verða nokkuð gott sól, frost og ekki mikill vindur.

Það gekk ekki eftir þegar nær dró helginni eins og allir vita, lægð og aftur lægð bara um þessa helgi. Frestuðum því ferðinni í gær föstudag en svo átti að athuga með að gista nú í nótt.

Við fórum á rúntinn, kíktum á Skessuna sem gerði ekki annað en hrjóta, ropa og leysa vind, ungviðinu til mikillar gleði,enduðum við svo á  Garðskaga við vitann.

Það var ekki svo hvasst fyrr en um kl.17:00 en þá hrikti bara í bílnum og fórum við því bara heim. Hvítflissandi sjór við Garðskaga.

Til að milda vonbrigðin hjá ungu dömunum þá er ég búin að lofa classa ferð síðar.

Áttum bara ágætt kvöld saman, horfðum á Fantasiu Walt Disney og í gærkveldi Söngvaseið með snakki og nammi.Happy

Á morgun er það svo síðbúið afmæli hjá einum fjölskyldumeðlim sem varð  lögráða um daginn. 


Bloggfærslur 15. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband