Síðasti vetrardagur runnin upp!

Jæja þá er sumarið vonandi á næsta leiti þó er nú einhver lægð á leið hér yfir með tilheyrandi látum. Vona bara að þetta sé sú síðasta stóra og nú fari að hlýna hérna á landinu kalda. Nóg hefur almenningur þurft að þola í vetur, þar sem eignir landsmanna brenna upp í verðbólgubáli.

Krónan hefur bara fuðrað upp eins og bruninn í Kef. í gær.IMG_1179

Ég er meðmælt því að skipta um gjaldmiðil, við höfum ekkert að gera með ónýtan gjaldmiðil. Við erum bara rúm þrjúhundruð þúsund, það er svipað og eitt hverfi í London.

Hvað erum við að rembast við að vera og hegða okkur eins og milljónaþjóðir.

Kosningar frammundan og verður spennandi að fylgjast með sveiflum flokkanna, hver sigrar og s.v.fr.

Gleðilegt sumar.

 


Bloggfærslur 22. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband