Góðan daginn! Þá er best að pára hér smá því nú ofbauð mér verklag í snjómokstri.
Málið er að ég bý neðst við götu eina í Njarðvík. Þar sem gatan endar hjá mér er halli/bakki niður í móann og því auðvelt að moka snjónum þar fram af bakkanum. Sá sem var hér að moka snjónum niður götuna hér í Beykidalnum hefur ekki mjög gott verksvit. Hann mokaði snjónum bara fyrir framan stæðin mín sem eru tvö og virðist ekkert hafa skoðað aðstæður. Þannig að nú legg ég bílnum í hálft stæðið mitt og hálft stæði hjá nágrannanum. Ég er með stóran húsbíl sem ég geymi við endann á mínu stæði en ég kom honum ekki fyrir vegna handvammar í mokstrinum og þarf því að vera upp á aðra komin með að geyma hann þangað til hlánar. Ég held að sumir sem eru að moka snjó þurfi að fara á námskeið og læra betur hvernig á að ýta snjó þannig að fólk geti komið sér fyrir með bíla sína á stæðunum við húsin sín fyrst á annað borð er verið að moka. Mokstur kostar peninga og ég sem skattborgari á rétt á að unnið sé betur en þetta.
Flokkur: Bloggar | 28.2.2010 | 15:02 (breytt kl. 15:10) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 657
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.