Handvömm við snjómokstur!

img_7851.jpg

Góðan daginn! Þá er best að pára hér smá því nú ofbauð mér verklag í snjómokstri. 

Málið er að ég bý neðst við götu eina í Njarðvík.  Þar sem gatan endar hjá mér er halli/bakki niður í móann og því auðvelt að moka snjónum þar fram af bakkanum. Sá sem var hér að moka snjónum niður götuna hér í Beykidalnum  hefur ekki mjög gott verksvit.  Hann mokaði snjónum bara fyrir framan stæðin mín sem eru tvö og virðist ekkert hafa skoðað aðstæður. Þannig að nú legg ég bílnum í hálft stæðið mitt og hálft stæði hjá nágrannanum. Ég er með stóran húsbíl sem ég geymi við endann á mínu stæði en ég kom honum ekki fyrir vegna handvammar í mokstrinum og þarf því að vera upp á aðra komin með að geyma hann þangað til hlánar.  Ég held að sumir sem eru að moka snjó þurfi að fara á námskeið og læra betur hvernig á að ýta snjó þannig að fólk geti komið sér fyrir með bíla sína á stæðunum við húsin sín fyrst á annað borð er verið að moka. Mokstur kostar peninga og ég sem skattborgari á rétt á að unnið sé betur en þetta.   AngryShocking 

Handvömm

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband