Það er indælt að hafa náttúruna hér fyrir utan gluggann, því að hjá mér er það frekar hvetjandi, jamm fer frekar út að ganga mér til heilsubótar og næringar fyrir sálartetrið, enda er nú komið vor í mínum huga og sál. Búin að jafna mig eftir Lundúnaferðina og alla gönguna þar og held bara áfram að ganga hér á fróni. Á páskadag tók ég mig til og fór í smá göngutúr, samviskan var eitthvað að naga mig eftir súkkulaðiátið um morguninn og svo var matarboð um kvöldið. Á annan páskadag var aftur farið af stað í langann göngutúr og nú var ég vopnuð bakpoka með ýmsum græjum í eins og kíki, myndavél, linsum, epli og vatn á brúsa að ógleymdu eldhúsrúllubréfi, já ég þóttist nú aldeilis vera vel útbúin til gönguferðar um nágrennið. Lá nú leiðin niður að sjó að kíkja á fuglalífið. Þar var mikið drasl á fjörusteinunum sem kemur af sjó og svo var þarna mjög stórt rör sem blasir við manni, ekki veit ég hvað á að koma út úr þessu röri en það er ekki fallegt að sjá það standa þarna út í loftið. (Sjá mynd á bloggi). Þarna er verið að byggja flottar villur sem eru með útsýni að sjónum. Nú ég hélt áfram að taka myndir og var komin að kirkjunni og kíkti á nokkur leiði og tók myndir af ýmsu sem fyrir augu bar. Göngutúrinn "endaði" á Mávatjörninni, vegna þess að þó svo að ég hafi verið með epli og vatn á mér þá dugði það ekki alveg, var komin í dálítið mikið sykurfall, ég gerði innrás í skápa og á páskaegg barnabarnanna.
Þegar ég var búin að jafna mig þá hélt gangan áfram heim til mín. Lærði af þessu að hafa Þrúusykur og fleira nauðsynlegt í svona túra svo að ég finnist ekki bara á víðavangi. Já maður er alltaf að læra.
Flokkur: Bloggar | 27.3.2008 | 12:17 (breytt kl. 12:32) | Facebook
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ velkomin á klakann aftur. Lagt síðan maður hefur sést. Þurfum að plana systra-hitting á næstunni. Er að fara í sumarbústað með stelpunum í saumó um helgina.Sjáumst fljótlega :-)
Kristín.
Kristín J.Guðmundsd (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.