Laugardagskvöld.

Vikan að verða búin og veðrið fer batnandi þó lofthiti mætti vera hærri.  Sólin skín og skellihlær við okkur hér í norðrinu og ekki veitir af að hafa eitthvað sem léttir okkur lundina á þessum erfiðu tímum vaxtahækkana, gengistruflana, aukinnar verðbólgu og að ógleymdum aðgerðum trukka. Húsbílar  farnir að streyma um vegi landsins  og ekki líður á löngu áður en landinn leggst í ferðalög innan sem utanlands.  Já við íslendingar hættum ekkert að ferðast þó allt sé á heljarþröm eins og kom fram í þætti Spaugstofumanna, já þeir voru bara nokkuð góðir í kvöld er þeir fóru yfir mál liðinnar viku þó fannst mér alveg vanta smá skens um  þotufólkið í Þingvallastjórninni.   GrinLoL   Sunnudagur heilsar landsmönnum vonandi með sól og blíðu svo fermingarbörn dagsins fái fallegan dag. Það er bara ein ferming í minni fjölskyldu í ár svo að ég get vel við unað.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sæl vertu. Rakst inná bloggið þitt fyrir tilviljun, þar sem ég sá albúmið húsbílar undir nýjustu albúmin. Við erum einmitt nýbúin að endurnýja ferðabílinn okkar og áhugafólk um slíka bíla.  Og vorum reyndar að setja upp lítið spjallborð um húsbíla á slóðinni:

http://spjall.forumandco.com/

Sammála þér með spaugstofuna... óvenju góð og rekin uopp ein og ein hláturroka sem er ekkert að verða sjálfsagt lengur með þánn þáttinn.

KV. Steini 

Þorsteinn Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 10:13

2 identicon

Sæll Steini!

Já Húsbíll er góður og skemmtilegur ferðamáti.  Ég kíki reglulega á spjallborðið. Takk fyrir komuna.

Kveðja María.

María (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband