Dagurinn í borginni.

Þegar ég vaknaði í morgun um klukkan sex var komin alhvít jörð og ég sem hélt að nú væri vorið að koma. Það var eins gott að ég fór heim á nýju græjunni í gærkveldi eftir heljar partý sem ég slæddist í eftir dásamlegan dag í henni Reykjavík.  Frábært mynda og útivistar veður.  Ýmislegt var nú gert í þessu fallega veðri eins og að skoða sýningu á húsbílum hjá Ellingsen, vafra um í Europrís, Bónus og Krónunni.  Ég var að velta því fyrir mér hvort svona stórar lágvöruverslanir á sama stað gætu borið sig.  Kannski ef allir sem búa í vesturbænum og á nesinu versla eingöngu þar. Hvað um það bara gott mál að hafa samkeppni um verð á matvöru, ekki veitir af á þessum verstu tímum verðbólgu og vaxtapíndu þjóðar.  Ég rússaði um borgina á mínum flotta húsbíl og prófaði flest í honum eins og að setja vatn á hann, setja kerfið í gang og hita vatnið, virkja klósettið, kveikja á miðstöð, allt virkaði þetta vel og hlakka ég til þegar sumarið kemur, en jómfrúarferðin er fyrirhuguð á sumardaginn fyrsta.  Þá vonandi þeysum við saman um þjóðveginn á einhvern friðsælan stað og njótum þess að vera komin í snertingu við náttúruna. Ég kíkti svo á góða vini í kaffi og spjall á nesinu og í grófinni, en þar var smá afmælisgjörningur í gangi og mikið stuð, hélt heim á leið á tólfta tímanum en þá var byrjað að snjóa.  Yndislegum degi lokið í borginni og ég alsæl á minni græju.  Var að spá hvort ég ætti ekki að taka fram gönguskíðin hér í sveitinni og ganga aðeins mér til heilsubótar og styrkingar.  Woundering   Þarf að hugsa um það og athuga hvort ég sé ekki slysatryggð ef ég dett, hef ekki stigið á skíði í nokkur ár, ætti kannski bara að hafa það huglæga skíðagöngu. Sjáum til með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband