Þá er kominn fimmtudagur bjartur og fagur en smá rok hérna í sveitinni, útsýnið úr gluggunum hjá mér er nú samt alltaf æðislegt þrátt fyrir smávegis moldrok eða svifmengun. Ég sé að það er stórt rautt skip í Helguvíkinni. Það verður örugglega mikil skipaumferð þarna þegar álverið verður komið í gagnið. Tek fram að ég er ekki hrifin af svoleiðis skrímslum. Það er alltaf verið að tala um að þetta sé svo nauðsynleg uppbygging fyrir atvinnulífið hér eftir að kaninn fór. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þessi álmál því ég verð svo sjóðandi tryllt innra með mér að einhverjir menn og konur geti bara ráðið öllu þessu eftir eigin geðþótta. Stórir menn í sandkassaleik og finnst mér þeir allir upp til hópa óþroskaðir vanvitar og hagsmuna potarar, arrrg.
Ekki orð um það meir. Jæja en nú eru það léttu nóturnar.
Er að hugsa um að bregða undir mig húsbílahjólunum og þeysa eitthvað upp í sveit, finn að nú verð ég að komast út í náttúruna sem fyrst, hvert það verður veit nú enginn, en ég verð komin til höfuðborgarinnar á laugardaginn til að fara með hluta af minni fjölskyldu í leikhúsið. Svo er mamma, systa og hennar fjölskylda væntanleg í heimsókn á sunnudag. Eins gott að ég rasi út í sveitinni fyrir helgina
Já góða skapið er alveg að uppfærast bara við til hugsunina. Við systur hittumst hjá móður okkar í gær og var það yndisleg stund mamma með stálpuðu ungana sína og ekki brást hún með veitingarnar eins og vanalega fermingarveislu veitingar, nammi, nammi, namm. Yndislega góð móðir og yndislegar systur, ekkert til betra en frábær fjölskylda hvort sem það eru börn og fylgifiskar, móðir, systur og fylginautar, góðir vinir oooh nú fer ég að verða væmin. Hvað um það alla vega skal nú haldið af stað á nýju græjunni viku fyrr en fyrir hugað var vegna góðrar tíðar. Ekki hægt að hafa svona glæsilegan bíl bara upp á punt hér við húsið. Hver kaupir svo gömlu græjuna verður að koma í ljós þegar búið er að skoða og búið að fá ´09 miða. Góðar stundir kæru vinir og vandamenn.
Knúúúss, ooo hvað ég elska þetta húsb. líf. Farin!
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 690
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.