Að loknum góðum ferðatúr!

Komin til vinnu eftir góðan ferðatúr á mínum ferða bíl.  Veðrið hefur leikið við mig í ferðinni sól og rok, eða sól og logn eins og var í Heiðmörk í gær, fjölskyldur að grilla, útivistarfólkið í göngu og enn aðrir á hlaupum, vorið er svo sannarlega komið í hugum fólks og fer nú vonandi að hlýna úr þessu. Á miðvikudag eftir vinnu var farið í Borgarfjörð og dvalist með góðum félögum í bæði Fossatúni og Húsafelli.  Síðan var ferðinni heitið austur fyrir fjall til Þingvalla og endað í Þjórsárver með sól og roki en frábæru skyggni, fjalla og jöklasýn mjög góð og fór ég offari í myndatökum. Set inn myndir í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband