Búin að sótthreinsa lyklaborðið á tölvunni svo að ég smitist ekki af einhverjum ófögnuði við að blogga.
Laugardagur og smá skúrir hér fyrir sunnan, var að vona að hann skvetti nú rækilega úr sér svona til að hreinsa andrúmsloftið og gluggana því ég sé varla út um þá fyrir ryki. Þegar maður býr á nýbyggingarsvæði þá er mikið moldrok í norðaustan roki.
Þvoði báða bílana í blíðunni í gær og bónaði, en á eftir að þvo þann gamla sem enn er á verkstæðinu og vona ég að hann verði búinn á mánudag því ég er búin að selja hann og verður honum skilað til nýrra eigenda á miðvikudag. Ég hef smá verk í hjartatuðrunni út af komandi aðskilnaði við hann enda búin að eiga góð fimm ár með honum en svona er lífið og Bensinn þarf að fá góða fingur til að annast sig í ellinni blessaður höfðinginn.
Nú fer að líða að hvítasunnu og þá fer ég á "nýja" ferðabílnum út að aka og er ég búin að bjóða systrunum á Mávatjörninni með mér í hvítasunnu ferðalagið að þessu sinni. Bauð þeim með mér í smá ökutúr 1.maí og vildi sú yngri helst gista strax. Þetta er ævintýri fyrir þær að húsbílast með ömmu.
Það á einn fjölskyldumeðlimur afmæli á fimmtudaginn og verður hún þrjátíu og síðast, við fjölskyldan ætlum að samfagna með henni og grilla en það verður meira fjör í næsta afmæli hef ég trú á þar sem hún er mikið fyrir að hafa gleði og gaman. Skrítið að eiga þetta "gamla" dóttir sem er að verða humm já ekki meira um það Lífið heldur áfram og við með.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 690
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.