Dagur tilfinninga að kveldi kominn!

það var tilfinningaþrungin stund seinnipartinn í dag þegar ég kvaddi gamla húsbílinn minn.  Já ég komst bara við og hvað haldið þið, frumburðurinn sat bara inn í bíl og hló að mömmu sinni þar sem hún nánast faðmaði bílinn og kyssti að skilnaði. HeartÞetta er nú bara bíll, já en þessi bíll er búin að þjóna mér dyggilega um þjóðvegi landsins og hálendi undanfarin fimm ár, OMG. á eftir að sakna hans þegar ég fer að keyra á þeim nýja um ómalbikaða vegi í sumar. (pappakassi) Það fór sem sagt lungað úr deginum í að strjúka þeim gamla.  Á bílasölunni var ég frædd um að bíllinn færi norður í land í lítið sjávarpláss og ekki leið mér nú vel með það og hugsaði "allamalla" á hann nú að verða að ryðhrúgu á nokkrum mánuðum þegar sjórinn gengur yfir plássið.  Ætla að athuga hjá nýja eigandanum hvort hann eigi ekki örugglega hús fyrir hann.  Verð að gera mér ferð norður í sumar á þeim nýja og kanna málin, gerast Mæja spæja. 

Fór í hina mánaðarlegu fegrunaraðgerð og á að koma aftur 10. júní. Verð féleg í afmælinu hjá systur minni um kvöldið.  Fékk svo krem sem ég á að nota daglega (í andlitið) og ég trúi því að þegar þessi meðferð er búin ( er þegar búin að standa yfir í tvö og hálft ár) verð ég eins og ungabarn í framan, engin hrukka nema sú er ég sit á Grin  Verð spurð um skírteini í ÁTVR og fleiri stöðum. Whistling  

Um kl. þrjú kom neyðarkall frá gamalli vinkonu og varð ég að bjarga henni, saumaklúbburinn er að fara í helgarferð og ég verð að spila á gítarinn, það vantar í hann strengi og stilla og kenna mér gripin við lagið, ooho ég er kominn heim eitthvað, á að vera þemað, getur þú reddað mér frá skömminni?  Hjálparsveitin mætti eftir tíu og var verðlaunuð með fínum veitingum. Jamm fór heim bara nokkuð sátt með daginn. GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband