Mikið er gott að eiga heima á íslandi hugsa ég alltaf þegar hörmungar dynja á annarstaðar í heiminum. þetta eru hræðilegar fréttir sem maður heyrir frá ljósvakamiðlum þessa lands nú um þessar mundir.
Burma er eitt þeirra sem hafa lent í gríðarlegum harmleik af náttúrunnar völdum og eiga alla þá hjálp skilið sem hægt er að fá en ég var að furða mig á því af hverju stjórnendur þar vildu ekki hjálp, kannski að þeir hafi eitthvað að fela og eru hræddir að aðrir hrifsi völdin af þeim, held að þarna ríki mikið öryggisleysi hjá stjórnvöldum. Heyrði í fréttum í morgun að lítið brot af hjálpargögnum hafi borist fólkinu í sinni neyð og er víst haldið að hjálparnauðsynjar eru jafnvel seldar á mörkuðum.
Þá spyr ég, af hverju er verið að senda hjálpargögn til svona landa þar sem hjálparstarfsmenn S.Þ. og R.K. fá ekki að fylgja þessu eftir. Að mínu mati algjörlega tilgangslaust.
Það á að láta þetta land eiga sig á meðan stjórnvöld vilja ekkert af öðrum vita og þiggja ekki hjálp. Af hverju er allt látið afskiptalaust í þessum heimshluta hvar eru sameinuðu Þjóðirnar, eru þær algjörlega máttlaus samkunta þar sem bara er talað um málin og ekkert gert. Þetta er hræðileg veröld sem svo margar þjóðir búa við og ófriður og sundrung ríkir.
Hvernig er með ríkisstjórn okkar íslendinga, erum við að fara inn í einhvers konar kulnun, er ríkistjórn og ráðamenn þjóðarinnar að frysta okkur?. Er þetta bara ekki blabla stjórn, kjaftar og kjaftar en ekkert verður úr loforðum. Nú vill maður fá nýja grasrót, Sturla og félagar eru með eitthvað í bígerð og vona ég að það verði ekki bara kjaftaklúbbur úr því, heldur nýtt afl sem vonandi kemst inn á þing og lætur verkin tala.
Þingmenn þessa lands virðast missa máttinn um leið og þeir komast á Alþingi, þeir verða eitthvað svo værukærir og raunveruleikafirtir.
V.G. rífast og tuða eru á móti öllu, hvað hafa þeir sagt um olíugjald og hækkanir, hafa þeir stutt við bakið á vörubílstjórum, hvar er Steingrímur, Ögmundur og Álfheiður, halló þingmenn farið nú að vinna fyrir fólkið í landinu og hættið að rífast um mál sem ekki eru eins mikilvæg og fólkið í landinu sem kaus ykkur til að láta verkin tala en ekki jagast upp í pontu daginn út og inn. Setjið peningana okkar í góð mál fyrir okkur en ekki spreða þeim á okkar kostnað út um allan heim.
Heimilin að flosna upp vegna skatt,vaxta og vísitölupínu. Vaknið af þyrnirósasvefninum og farið að vinna gera eitthvað til bjargar almenningi, öryrkjum, ellilífeyrisþegum, fjölskyldufólki einstæðum og svo mætti lengi telja. AMEN á sunnudegi.
Er farin að bjarga dóttlunni með kakóið, hún er að baka súkkulaðiköku, jamm haldið upp á afmæli yngri heimasætunnar í dag. Vona að ættingjarnir eigi fyrir bensíni á bílinn til að koma.
Flokkur: Bloggar | 18.5.2008 | 11:06 (breytt kl. 19:49) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.