Nýr dagur, sveitaferð í sólinni!

Mánudagur og flestir landsmenn að hefja enn eina vinnuvikuna.  Glöð í dag með sólina sem skín úti en það dálítið kul enn í loftinu.  Litla systir mín átti afmæli í gær, til hamingju Anna mín.  Fór í afmæli til Anítu í gær hún verður fjögra á miðvikudag. Myndir frá afmæli hér á síðunni.

Nú er ætlunin að kíkja í sveitina á eftir en við á leikskólanum ætlum að kynnast dýrunum á Hraðastöðum í Mosó. Það verður örugglega fjör innan um dýrin með börnin.

Ætla síðan að fara í sund og skola af mér lambalyktina.Whistling

Eurovision vikan að byrja og nú er það spenningurinn komumst við í keppnina, vona það og ég verð örugglega að horfa stolt á mitt lið á fimmtudagskvöld,  en á ekki eftir að bjóða mér í evró partý?? hvar eru vinirnir?  Jæja ég gerist bara boðflenna inn á  heimili einhvers.Grin  Vorhátíð á leikskólanum á föstudag og sumargleði staffsins um kvöldið og svo annar í Eurovision á laugardag þessi vika verður sko fljót að líða. 

Gleðilega vinnuviku kæru landsmenn og munið bara að keyra skynsamlega til að spara orkugjafann dýra.

Sólin skín og skellihlær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn dásamlega hress á mánudegi, það klikkar ekki!!!

Já, sólin skellihlær, ég veit ekki af hverju, en einhverjir hljóta að vera að bömmera einhversstaðar....

Eurovision party? Ég bara bíð og vona að einhver bjóði mér. Ég elska EVP, en önnur hjásvæfan mín er ekkert spennt og sefur gillið yfirleitt af sér. Hin er aftur á móti alltaf til í stuðið og fílar Pál Óskar í tætlur. Við tökum stundum salsa eða discko saman með PÓ.Það er voða stuð hjá okkur í stofunni, ég með ryksuguna og hann á boltanum......Við erum með spes show í partýum og tökum nánast ekkert fyrir. Hann lætur sér nægja smá knús, en ég nýt félagsskaparins.

Kær kveðja- MúfuAmma

Sveinbjörg Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:34

2 identicon

Takk fyrir innlitið Múfu amma!

Já maður bíður og vonar að sólin skíni líka um helgar.  Eurov. ég elska að horfa og hlusta. Þetta með sjóið ykkar ég verð að sjá það bráðlega.  Verð líklegast að leggja inn pöntun.

Kveðja Græjan.

María (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband