Suðaustan rok, pizza, söngur og gleði!!

Góðan daginn segi ég þrátt fyrir suðaustan 13-15 metra hér á suðurnesjum, held að hér í henni innri-Nj. sé meiri vindur, það hvín hér vindurinn fyrir utan gluggana, best að vera bara inni við fram eftir degi. 

Fór með minn góða húsbíl í skoðun og auðvitað fékk ég '09 á tryllitækið. Þarf samt að fara með hann á bílaspítalann 3ja júní, það er vinstri hjólalegan, eitthvað laus eða þannig og ég var búin að heyra þetta aukahljóð sem stundum kemur með mínu næma tóneyra.

Nú svo er það nottlega spenningurinn í kvöld, komumst við upp úr riðlinum eða ætlar austurblokkin að kyrrsetja okkur einu sinni enn.Frown Alla vega er ég mjög spennt og ég verð ekki ein heima, nei, nei  er sko boðin í pizzupartý í kvöld á Mávatjörnina og kannski í heitapottinn eftir keppnina ef vel gengur, annars bara köld sturta og ég farin á húsbílnum eitthvað út í náttúruna að syrgja.

Sem sagt kvöld tilfinninganna.HeartWhistling 

Föstudagur verður örugglega skemmtilegur, jamm vorhátíð hjá leikskólanum og þar eru nemendur skólans að skemmta gestum sem gleðja okkur með komu sinni á þessa uppskeruhátíð þar sem verk nemenda eru í  forgrunni og verður bara gleði og gaman. Vona að veðurguðinn haldi  í sér á meðan.  "Staffið" ætlar svo að gera sér dagamun og halda sumargleði sína um kvöldið.  Happy Heart

Söngvakeppnin á laugardag og verður maður þá auðvitað í rétta gírnum. Sem sagt bara gleði og gaman með sól í sinni alla helgina, engin ýldu fíla hér á bæ. HappyHappy 

Þið afsakið, en ég er orðin svo fljót að slá inn bloggið og sá nokkrar villur hér áðan þegar ég kíkti inn. Búin að leiðrétta.Cool

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vallý!

Jæja er Kári farin að gera upp á milli Njarðvíkinga, mér líst nú ekki nógu vel á það.

Kveðja María.

María (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband