Matur, sól og gleði!

Komin heim í hossiló eftir flökkuhelgi. Á föstudag fór ég út að borða með vinnufélögum á veitingastaðinn Orange við Geirsgötu, það var frábær matur bragðlaukarnir höfðu ekki undan svo framandi voru réttirnir. Sjö rétta æðislegur matseðill  (Craze menu) mæli með honum.

Á laugardag var haldið af stað í Húsafell að hitta góða félaga og horfa á Júróvisjón, grilla, fara í heitapottinn, spjalla og syngja. Frábært kvöld nema úrslitin, held að tími sé komin á breytingar í þessari keppni, austurblokkin hefur yfirburði í atkvæðagreiðslu og gefa löndin hvort öðru á meðan vesturblokkin sem er dreifðari geldur fyrir það. Ætla ekki að velta mér upp úr þessu, en það er alltaf gaman að horfa á keppnina verð nú að viðurkenna það.

Sunnudagur var aldeilis frábær og fór hitinn á mælinum í forsælu í 18. stig. Gerist varla betra, sumir urðu ansi rauðir þó að sólarvörn númer 25 væri óspart notuð. Vonandi fáum við gott sumar með hæfilegri rigningu, hlýju og sól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.

Blessuð, kvitta fyrir mig á bloggrúntinum.   Sammála þér með sumarspánnnnnnna

kv Sigurbjörg

Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl., 28.5.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband