Rabbarbari og Rúna!

Var að koma heim en dvaldist óvart í Kópavoginum síðastliðna nótt. Hemm, nennti ekki heim í gærkveldi, svona er þetta þegar maður fer á húsbílnum í vinnuna og talandi um vinnuna ég er komin í sumarfrí Happy  og er nú í augnablikinu að sinna bústörfum jamm sulta er það kallað en mér áskotnaðist rauður og flottur rabbabari í gær og nú skal sjóða góða sultu, gallinn er bara sá að ég á engin ílát til  að setja sultutauið í því ég henti öllum krukkum í flutningunum. Svo að ef einhver á krukkur endilega látið mig vita, þið getið fengi sultu í krukku í leiðinni meðan byrgðir endast.

Ég ætla að vera rosalega húsleg næstu vikurnar og þrífa heimilið, taka eitthvað upp úr meiri kössum og raða í "geymsluna" og skápa. Woundering  Svo þegar allt er orðið hreint og klárt þá skelli ég mér eitthvað út í náttúruna á mínum húsbíl og velti mér einhvers staðar upp úr dögginni eða tek sundsprett í góðri vík.

Mér áskotnaðist annar húsbíll í gær aðeins minni en hinn og fylgdi honum Vespa, tvö hjól, stólar, borð og markísa, þessi er algjört tryllitæki og svo er hægt að opna þakið alveg upp á gátt, já hreinlega renna því af bílnum sem sagt rosa græja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vallý!

Já þú segir það, ég var einmitt að furða mig á þessari konu, hélt kannski að þú kannaðist við mig en þetta er allt í góðu hérna megin.

Já ég fékk svo flottann rabbabara að ég stóðst ekki mátið og hér flæðir allt í sulltutaui og ef þú átt krukku getur þú fengið hana fyllta.  Þessi er rosa góð.

Varðandi húsbílinn þá er ég í félagi húsbílaeigenda og einnig í Flökkurum fyrir norðan.  Ég er ekki komin í Húsvagnafélagið því að þeir taka bara inn eitt hundrað félaga. Sem sagt biðlisti þar inn.

Þessi ferðamáti er alveg dásamlegur og er ég búin að eiga fjóra húsbíla.

Eigðu góða helgi, ég verð á mínum húsbíl í Grindavík og nágrenni um helgina.

Kveðja María.

María (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband