Komin heim eftir vel lukkaða helgi. Var í Bláa Lóninu þegar jarðskjálftinn kom og fann ekkert fyrir honum sem betur fer. Það var ekki fyrr en um sex leytið að ég heyrði af skjálftanum.
Grindavík tekin með trompi frá fimmtudegi til föstudags var ein á risastóru tjaldstæði sem er ekki búið að full gera og ein í sundlauginni þeirra. Aðfaranótt laugardagsins var afar ónæðisöm svo að ég yfirgaf sjóarann síkáta og hélt á vit ævintýranna með síkátum félögum á mun rólegri stað.
Á Garðskaga er gott að vera og aðstaðan til fyrirmyndar, heitt vatn, upphituð klósett og tíu rafmagnstenglar. Þarna voru einnig nokkrir útlendingar á ferð og meðal annars hjón frá Belgíu þau Derrik og Jóka. Kvöldið fór í það að spjalla við þau og skoða ferðaáætlun þeirra og ráða þeim heilt, en þau ætla að dvelja hér í einn mánuð og eru mjög vel útbúin. Ætla að vera í email sambandi við þau síðar í sumar.
Byggðasafnið var skoðað, gengið í fjöru og kíkt á fuglalífið. Í gær laugardag komu brúðhjón að Garðskaga og var verið að mynda þau, ég stóðst ekki freystinguna og myndaði líka. Kvöldkyrrðin var yndisleg í logninu, fuglasöngur og smá öldugjálfur horfandi upp í skýin liggjandi á fjörusteinunum er bara dásemd. Ég segi alltaf að vera úti í náttúrunni er að vera með náttúrunni og sameinast henni um stund gefur manni ómælda orku.
Sjómannadagur með hvassri suðaustan átt svo að "parrukkið" ætlaði bara af höfðinu á mér þegar ég fór rúnt út á Hvalsnes og ekki nóg með það, Kríurnar ætluðu bara að drepa mig þar sem ég stóð úti með myndavélina. Það er alltaf gaman að skoða fuglalífið þarna, næst kem ég með reiðhjólahjálminn á höfðinu þá geta þær bara ráðist á hann. Nú er dagur að kveldi kominn og ég ætla að setja nokkrar myndir inn á síðuna og taka kvöldið rólega endurnærð eftir allt náttúrubröltið.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 657
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl elskan. Ég hef engar athugasemdir......en ætla bara að hæla myndunum þínum.
Helgin hjá okkur í Borgarfirðinum verður eftirminnanleg fyrir "gamla mannin". Veðrið var líka yndislegt þangað til á sunnudeginum, þá fór að hvessa og við völdum að fara Hvalfjörðinn heim. Tinna þætti örugglega gaman að heimsækja Garðinn við tækifæri, þar sem hann á allar ættir að rekja þangað eins og ÉG....
alltaf gaman að lesa bloggið þitt. kær kveðja
MúfuAmma (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:11
Sæl Vallý!
Já ég var í Grindavík frá fimmtudegi til laugardags og gafst upp vegna ónæðis ungmenna á tjaldstæðinu aðfaranótt laugardagsins, hróp og köll til kl. 04. Fór út á Garðskaga og þar er sko fínt að vera eins og ég útskýrði á bloggsíðunni.
Kannski við hittumst í útilegu í sumar við Garðskaga, ég á sko oft eftir að vera þar og upplifa ýmislegt í náttúrunni.
Húsbíllinn minn er á myndasíðunni undir húsbílum og er af Fíat Hymer gerð.
Kveðja María.
María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:12
Sæl Múfu amma!
Þú kemur nú auðvitað með þann "gamla" og Tinna á suðurnesin á þeim rauða. Bara gaman að hitta ykkur.
Kannski hittið þið ættingja þar?
Kveðja María.
María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.