Að skrásetja klósettferðir!

Já það er nú gott og blessað að skrásetja þær en svo er annar vinkill á þessu með salerni hér og þar um landið.

Ég ferðast mikið á húsbíl um landið og víða er pottur brotinn hvað varðar klósettin. (Ég er sem betur fer með mitt einkaklósett í bílnum).

Þau fá hreinlega ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum sem skemmta sér við að eyðileggja. Dæmi um það er Reykjanesið.  Á Krókamýri sem er rétt sunnan við Djúpavatn, hefur verið kamar til nokkra ára sem er nú horfinn af yfirborði jarðar og jafnaður við jörðu.  Þarna rétt innar var  í fyrra komið upp ágætri salernisaðstöðu hjá læknum en eftir nokkrar vikur var búið að brjóta allt og skemma.

Annað dæmi:  þar sem Evrópu og Ameríku flekarnir mætast á Reykjanesinu voru í fyrrasumar tvö gámaklósett saman á bretti. Ég kom þarna á leið minni út að Reykjanesvita og allt í fína með þau þá en daginn eftir þegar ég keyrði til baka þá var búið að velta þessum klósettum um koll.  Ég spyr: hvað er að hjá svona skríl sem ekki getur látið neitt í friði. Mikið vildi ég að sveitarfélögin á Reykjanesi hefðu fjármagn til þess að kosta gæslu á svona fjölförnum ferðamannastöðum svo að hægt væri að koma höndum yfir þessa skemmdarvarga. Ekki gott fyrir ferðamenn að komast hvergi á klósett í hringferð þarna um.


mbl.is Skrásetja klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já segjum tvær, hræðileg umgengni í Sólbrekku skógi, fer þangað stundum seinni part dags svona til að ná í smá náttúru fíling inn í skóginum og hvað er þar? allt vaðandi í pappír. 

 Einhverjir sem koma þarna nota hann sem klósett.

Fer ekki orðið með barnabörnin þarna.

María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband