Það er kominn tími á eins og eitt blogg sem þýðir að ég er komin heim. Er ekki búin að fá mér punginn, en þá getur maður víst bloggað þar sem maður stoppar hverju sinni.
Var að vinna í tvær vikur á leikskólanum sem ég er nú að hætta á eftir tíu ára starf og bjó bara í mínum eðalvagni á meðan. Ég er mjög mikið fyrir tilbreytingar og þess vegna átti það nú aldeilis við mig að geta verið í mismunandi póstnúmerum eins og 101. eða 105. 107. eða 200. Jamm gott að eiga vini og skyldmenni með góðum innkeyrslum.
Systurnar á Mávatjörninni ætla að heiðra ömmu sína næstu vikuna og sjá til þess að henni leiðist ekki heima. Kannski ég bjóði þeim í fjöruferð og kannski í berjamó og þá förum við nottlega á húsbílnum þá gætu þær einnig gist ef veðrið verður gott bara þægileg vika framundan.
Byrja svo ekki að vinna fyrr en 1. september á nýjum stað.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.