Það er blessuð blíðan og þess vegna fór ég með þær systur í fjöruferð strax í gærmorgun. Fórum út á Garðskaga sem klikkar ekki á góðum degi. Ekki var mikið af kuðungum og skeljum en talsvert var þar af krabbaskeljum og klóm. Það þótti þeim systrum mjög spennandi og tíndu helling í poka sem föndra á svo úr þegar rigningin kemur. Einnig fórum við í sjóinn sem var ekkert mjög kaldur. Bara gaman hjá okkur. Set inn nokkrar myndir frá ferðinni.
Nú í dag er ferðinni heitið til Grindjánalands því að þar er fjara með mikið af kuðungum og skeljum og við förum auðvitað á eðalgræjunni.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Vallý!
Já ekki mikið um kuðung í Garðsfjöru, en í Grindavík er mikið um kuðunga stóra og smáa. Við tíndum fullan poka af alls konar kuðungum og skeljum, kröbbum og ígulkerjum. Systur nutu sín vel. Frábær staður til að fara með ungviðið á og að vera með nesti skemmir ekki.
María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.