Helgin búin og ný vinnuvika!

Frábær helgi að baki og vonandi allir sáttir.  Rosalega mikið af fólki og leið mér eins og í stórborg. Hélt hreinlega að ég væri komin til Bretlands þegar ég sá nýja hringtorgið sem hlaut nafnið Lundúnatorg.

Eitt er víst að mikið er af listamönnum hér á suðurnesjum, ekki veit ég hve margar listsýningar ég kíkti á einar þrettán og ekki fór ég á nærri allar.

Tónleikarnir í Bíósalnum þar sem Bylgja Dís, Jóhann Smári og Dagný fóru á kostum að ógleymdri Geirþrúði sem studdi vel við með píanóleik sínum. 

Akstur gamalla glæsivagna niður Hafnargötu og mótorhjólanna var ógleymanleg stund.  Kannski fá gamlir húsbílar að fljóta með næst, minn gamli þrjátíu ára Benz hefði nú sómt sér vel þarna. Heart 

Fjölskyldur og vinir hittast og maður er manns gaman. Hlakka til næstu Ljósahátíðar.

Á reyndar eftir að heimsækja skessuna í hellinn, geri það bráðlega.

Set inn nýjar myndir frá helginni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vallý!

Jú þetta var skruggu flott og fjörug helgi.

Var að setja inn nokkrar myndir frá helginni. Albúmið Ljósanótt.

Kveðja María.

María (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband