Þvaðrað um eitt og annað !

Fjör færðist heldur betur í bloggið hjá mér í gær eftir að ég tjáði mig um rússana og er það bara frábært. Takk fyrir það þið sem kvittuðu fyrir.

Ég hef verið eitthvað svo önnum kafinn eftir að ég byrjaði að vinna 100% vinnu að tölvan hefur nánast gleymst. Eða ég svona af mér gengin að ekki er til nokkur orka í bloggið. GetLost 

Ætlaði að kíkja í réttirnar um helgina en vinnan tekur líkamlegann toll og því er ég bara heima, enda er veðrið ekki til að ferðast mikið, rok og rigning aðra helgi í röð. GetLost

Ég man að í fyrra haust fór ég ekkert í október vegna leiðinda veðurs, en ég hef undanfarin haust verið að ferðast um helgar fram í nóvember. 

Haustið er yndislegur tími, þá er gaman að fylgjast með haustlitunum koma smátt og smátt og fer hamförum á myndavélinni, tek oft um og yfir þrjú hundruð myndir bara af haustlitum. Vill til að ég get eitt út því sem ekki er gott. Smile

Nú er ég komin á tölvert yngri bíl en í fyrra (en sá gamli var þrítugur) og kallast svona bílar oft "pappakassar". Ég er ekki farin að treysta þessum í miklu roki en hann er nú samt yfir þrjú tonn að eigin þyngd og ætti ekki að fjúka svo létt. Það er bara ekki eins gaman að vera í húsbíl þegar ekki er hægt að vera mikið úti eins og að sitja í kvöldkyrðinni eða fylgjast með norðurljósunum.  Ég hef all nokkrum sinnum setið úti í allt að átta stiga frosti og logni með smá viðarkubb á útiarninum. Whistling  Vonandi kemur einhverja helgina gott og stillt veður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband