Komin heim eftir síðustu skipulögðu ferð Húsbílafélagsins. Þetta var nottlega grand hjá þessum elskum eins og vanalega. Veðrið var bland í poka eins og sól, heiðskýrt, 8-9. stiga frost, norðurljós, logn, slydda, él, snjókoma, rigning og rok. Humm, já veðrið lætur sér ekki segjast frekar en krónan. Sem betur fer er ég búin að fjárfesta í kuldagalla. Set inn nokkrar myndir.
Ég er nú ekki hætt að ferðast í vetur enda komin á negld vetrardekk svo ég komist eitthvað þegar snjóar og veturinn í algleymingi. Nú vantar bara kerru með snjósleða aftan í húsbílinn svona til að fullkomna vitleysuna.
Nú er vinnuvikan framundan og ætla ég nú bara rétt að vona að eitthvað fari nú að gerast hjá ríkistjórninni, að nú komi alvöru aðgerðaáætlun svona áður en fólkið í landinu verður gjaldþrota.
Sá það í mogganum áðan að hugsanlega á að lengja samningatímann. sjálfur. Hver á að borga skuldirnar? Verðtrygginguna, okurvextina?? ef á að svelta öll laun.
Hvað með Leikskólakennara sem eru með lausa samninga 1. des. næstkomandi. Eiga þeir ekkert að fá neina leiðréttingu, ekki veitir nú af. Eiga alþingismenn bara að fá launahækkanir.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað kemur út úr þessu öllu.
Vil minna á þáttinn hans Egils Helgassonar, held að hann sé endurtekinn í kvöld. Þar ber eitt og annað á góma sem vert er að hlusta eftir.
Flokkur: Bloggar | 5.10.2008 | 19:26 (breytt kl. 19:32) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.