Fór til Reykjavíkur í gær til að skoða litla jóla engilinn okkar og mikið er hún fín og yndisleg bara alveg draumur og svo slétt í framan eins og hún á ættir til, hún er bara sólahrings gömul algjör fegurðar drottning. Já hverjum finnst ekki sinn fugl fagur eins og máltækið segir. Setti inn myndir er ég tók í gær laugardag.
Er pínu meir/ væmin núna enda eru að koma jól og þá verður maður að vera glaður með sitt og sína sama hvort jólin verða hvít, rauð, blá eða allt í kaldakoli hjá þjóðarskútunni. Auðvitað er staðan mjög bág hjá mörgum en njótum augnabliksins og þess að vera til og gleðja hvert annað með góðum hugsunum og jákvæðni, faðmlagi og kossi á kinn. Knús, kossar og faðmlag til ykkar þarna úti og finnið nú ljósið í myrkrinu. Það þarf ekki allt að fljóta í dýrum gjöfum sem keyptar eru í verslunum landsmanna, gefið líka þær andlegu sem allir eiga eitthvað af og kosta ekki peninga.
Ég var í útskriftarveislu í gær kveldi hjá vinkonu minni og þar ríkti glaumur og gleði þangað til uppgötvaðist að hundurinn á bænum át hálfa brauðtertu sem geymd var utandyra og átti að vera seinna um kvöldið. Var það hundinum að kenna? Vona bara að hann fái ekki í magann.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.